Framsókn fyrir mömmur og pabba!

Það er engin tilviljun að það er best að vera mamma á Íslandi. Þetta er árangur Framsóknar fyrir mömmur!

Þótt það megi benda á eitt og annað sem mætti gera enn betur í heilbrigðis- og félagsmálunum, þá hefur 12 ára seta Framsóknarmanna í þessum lykilráðherraembættum velferðar tryggt þessa stöðu. Viðsnúningur úr atvinnuleysi og efnhagslegri lægð á tímum Viðeyjarskottu var snúið í Framsókn árið 1995.  Við höfum verið að uppskera ávexti þeirrar Framsóknar síðan - eins og meðal annars má sjá úr þessu.

Þá er ónefnd Framsókn í fæðingarorlofsmálum - en allir vita að það er líka langbest að vera pabbi á Íslandi - þar sem feður fá alvöru tækifæri að vera með börnum sínum fyrstu mánuðina.

Og Framsóknin heldur þar áfram - ef kjósendur ranka við sér á síðustu metrunum og veita Framsókn áfram brautargengi!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ha ha. Því miður er ég á hraðferð og hef því ekki tíma til að svara þessu hjá þér almennilega en bara til að gefa þér hugmynd. 

Hvað með  mæður veikra barna ? Veiku börnin og foreldrar þeirra hafa orðið útundan. Framsókn  var svo mikið í mun að gera vel við fullvinnandi vel launaða foreldra heilbrigðra barna sbr. fæðingarorlofið sem  er svo frábært og tekur líka tillit til hálaunafólks, að foreldrar veikra barna sem geta ekki einu sinni unnið vegna veikinda barna sinna verða bara að bjarga sér sjálfir.

Þóra Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hverjar voru umönnunarbætur vegna langveikra barna árið 1994? 

Hver kom á umönnunarbótum? Veistu hvað þær hafa skipt miklu máli fyrir foreldra langveikra barna?

Það hefur verið gerð bylting í stöðu þeirra - þótt enn betur megi gera.

Þetta er bara eitt dæmið af mikilvægi framfaramáli sem Framsókn stóð fyrir - en virðist falla í skuggan af endalausri yfirboðapólitíks "velferðar" flokkanna sem staðið hafa utan ríkisstjórnar!

Hallur Magnússon, 8.5.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband