Framsókn vantar aðeins herslumuninn!

Framsóknarflokkinn vantar aðeins herslumuninn til að tryggja Jóni Sigurðssyni formanni flokksins þingsæti í Kjalnesingakjördæmi - Reykjavík norður.  Fylgi flokksins var nánast ekkert í skoðanakönnunum þegar formaðurinn tók 1. sætið á framboðslistanum, en er nú komið í 7%.

Það sama er að segja í Suðvesturkjördæmi þar sem Siv Friðleifsdóttur vantar einungis herslumuninn til að tryggja sér þingsæti.

Kjósendur í þessum kjördæmum ættu að hugsa sig tvisvar um og velta fyrir sér mannkosti þessara frábæri frambjóðenda áður en þeir ákveða að kjósa aðra framboðslista - jafnvel lista sem ekki eiga séns á að koma manni að. Ég veit að innan annarra flokka má finna sambærilegt mannkostafólk, en það er alveg ljóst að þar er ekki að finna fólk sem stendur þeim Jóni og Siv framar.


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Guð forði þjóðinni frá að Framsóknarmaddaman ná þessum ,,herslumun." Eins og allir vita er maddaman að dauða komin og óþarfi að slá dánarvottorðinu á frest.  

Jóhannes Ragnarsson, 6.5.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg er það merkilegt hve mikil heift er í garð Framsóknarflokksins - sem óumdeildanlega hefur verið lykillinn að almment bættri stöðu heimilannan í landinu. Rifjið bara upp stöðuna eins og hún var 1995. Þið viljið kannkse "hóflegt" atvinnuleysi - og hömlulausa skuldasöfnun ríkissjóðs.

... og ekki koma með biðlistavælið - staðan þar er betri hér á Íslandi en í sumum "skattaparadísum" á Norðurlöndunum.

Hallur Magnússon, 6.5.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón mun sigra í kjördæmi sínu. Svo vill til að Jón er í framboði í mínu kjördæmi og
mun glaður greiða honum atkvæði mitt, og skora á sem flesta að gera það.
Það að sósíalistanir í Vinstri-grænum skuli hallmæla Jóni og upphrópa hann er
bara meiri-háttar hól fyrir hann og Framsóknarflokkinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Hallur Magnússon

 Arnþór.

Þetta er alröng greining á þér hvað varðar stöðu Jóns Sigurðssonar og "uppgjörs" innan flokksins.  Með komu Jóns hefur innra starf og andi Framsóknarflokksins gjörbreyst. Andinn og samheldnin ekki verið betri um langt árabil. Það þarf ekkert uppgjör því Jón hefur sameinað flokkinn með gjörbreyttum nálgunum í vinnubrögðum sem taka mið af sanngirni og lýðræði.

Hvað varðar áhyggjur þínar af þingmannafjölda Framsóknarflokksins þá stefnir í öflugan þingflokk þótt hann mætti náttúrlega alltaf vera stærri!

Hallur Magnússon, 10.5.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband