Enn framfaraskref hjá Valgerði!
30.4.2007 | 23:41
Enn tekur Valgerður Sverrisdóttir framfaraskref sem utanríkisráðherra með því að vilja sækjast eftir sæti í nýju mannréttingaráði Sameinuðu þjóðanna og beita sér fyrir að Íslendingar setji á laggirnar eigin mannréttindastofnun.
Valgerður er á stuttum tíma sínum sem utanríkisráðherra að verða einn merkasti utanrikisráðherra sem við höfum haft og heldur betur tekið til höndunum á jákvæðan hátt á mörgum sviðum, eins og ég hef áður bent á. Allt önnur aðkoma en kallarnir á undan henni - með fullri virðingu fyrir þeim.
Nálgun hennar hefur einmitt verið mannúð og mannréttindi samhliða því að taka á málum af festu eins og nýgerðir samningar við Norðmenn og Dani sýna.
Ég vil Valgerði áfram sem utanríkisráðherra eftir kosningar.
Að sjálfsögðu reyna andstæðingar Valgerðar að gera lítið og snúa út úr góðum verkum hennar og áformum - en ég veit að ólíkt sumum öðrum stjórnmálamönnum þá heldur hún ótrauð sínu jákvæð striki.
Tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.