Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að lánum sjóðsins verði ekki kennt um aukna verðbólgu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, sagði í fréttum í gær að hækkun á lánshlutfalli sjóðsins yki verðbólgu. Íbúðaverð hefur hækkað um 5% það sem af er ári, næstum jafn mikið og allt árið í fyrra. Hallur Magnússon bendir á að lán íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman.
Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði: Já, reyndar, kemur fram í morgunkorni Glitnis að þeir kenna sjálfum sé um líka, tala um Íbúðalánasjóð og bankanna fyrir hækkanir sem hafa orðið á lánum þar en hins vegar er sannleikurinn sá að Íbúðalánasjóðs vega nánast ekkert í þessu. Þenslan er fyrst og fremst í mjög dýr húsnæði, við sjáum það hjá fasteignamati ríkisins að þar eru, það er dýra húsnæðið sem er að hækka og, og valda þessari hækkun. 18 milljóna króna hámarkslán og hærra hámarkshlutfall hjá Íbúðalánasjóði hefur ekkert að segja í því, það fólk fjármagnar sín kaup með lánum frá bönkum. Ef við lítum á tölur fyrir mars þá lækkaði hlutfall lána Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæði þar sem að þenslan er og það dró einnig eða fækkaði lækkaði hlutfall hámarkslána sem veitt voru í mars, hlutfallslega lægra þá heldur en var í febrúar. Þannig að það er alveg ljóst, miðað við þær tölur sem við höfum á, frá okkar útlánum, að það er lán Íbúðalánsjóðs sem er að ýta undir þessa þensla. Sökin liggur einhversstaðar annars staðar.
Ingimar Karl Helgason: Veistu hvar?
Hallur Magnússon: Ég get ímyndað mér að þetta lánaframboð og, nýja lánaframboð bankana hafi orðið þess að fólk sem að hefur beðið með að kaupa, fékk tækifæri til þess núna. Við sjáum gjaldeyrislán sem eru nýjung, við sjáum það að bankarnir eru að lána 90% af kaupverði íbúða. Því miður þá getur Íbúðalánasjóður ekki gert það vegna þess að hér á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að það er brunabótamat sem skerðir hámark láns frá Íbúðalánasjóði. |
Athugasemdir
Íbúðalánasjóður nýtur ekki ríkisstyrkja, heldur ríkisábyrgðar. Ef þetta form væri ekki á því að gera fólki kleyft, þá sérstaklega þeim sem eru ekki hátekjufólk að koma sér þaki yfir höfuðið, myndi það örugglega kosta ríkissjóð einhver útgjöld. Þetta form gerir það ekki og því er hægt að tryggja lága vexti, sveigjanlega skilmála um allt land. Það er sama hvað hver segir, bankarnir hafa aldrei og munu aldrei veita þann jöfnuð.
Gestur Guðjónsson, 22.4.2007 kl. 10:35
Ingvar. Ég lærði hagfræðinga mína í Samvinnháskólanum á Bifröst, Viðskiptadeild HÍ og Handelshojskolen i Köbenhavn.
Lán Íbúðalánasjóðs eru ekki ríkisstyrkt.
Það sem umræðan fjallaði um var hvort breytingar sem gerðar voru þegar tímabundi lækkun hámarkslánshlutfalls og hámarksláns Íbúðalánasjóðs var afturkölluð hefði haft þensláhrif. Beinaharðar, tölulegar staðreyndir sína að svo var ekki.
Hins vegar virðist ljóst að ákvörðun bankana um að koma að nýju inn á íbúðalánamarkaðinn með nýjar afurðir, ótakmarkaðar lánsfjárhæðir og viðmið við kaupverð - þar sem brunabótamat takmarkar ekki lánsfjárhæðina - hefur haft þensluáhrif - enda eru það fyrswt og fremst dýru eignirnar sem hafa hækkað verðið og valdið verðbólgu.
Hins vegar bera að hafa í huga að u ndanfarið ár hafa verðhækkanir einungis náð að halda raunverði eigna - raunhækkun óveruleg ef einhver.
Hallur Magnússon, 22.4.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.