Árni Páll tekur af skarið!
14.4.2007 | 23:29
Árni Páll Árnason tók af skarið á landsfundi Samfylkingarinnar þegar hann sagði ljóst að Samfylkingin muni ekki fara í ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa Vinstri grænum í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi.
Þá sagði hann flokkinn heldur ekki ætla að taka við hlutverki Framsóknarflokksins sem aukadekk íhaldsins.
Árni Páll sýnir enn að þarna er á ferðinni framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar, eins og ég bloggaði um í pistlinum "Alveg ágætur Árni Páll".
Það er hins vegar á brattan að sækja fyrir formann Samfylkingunnar og hennar fólk að ná fyrra fylgi svo þeir geti haft einhver alvöru áhrif á öðrum forsendum en sem "varadekk". Samfylkingin mælist 13% undir kjörfylgi í síðustu kosningum, þegar hinn öflugi Össur Skarphéðinsson leiddi þennan ágæta flokk.
Til samanburðar þá þarf hinn 90 ára gamli Framsóknarflokkur aðeins að bæta við sig um 7% til að ná kjörfylgi í síðustu kosningum. Það verður spennandi að sjá hvor flokkurinn mun liggja nærri fyrra fylgi í kosningunum í vor!
Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Sæll!
Þessar kosningar verða spennandi. Ég trúi nú ekki á auglýst andlát og jarðarför Framsóknarflokksins. Og sérkennilegt finnst mér að fylgjast neð aðáun margra á Össuri Skarphéðinssyni og minnist ekki jafn fölskvalausrar aðdáunar þegar hann stýrði þeim flokki. Eins finnst mér líklegt að aðdáunin eigi eitthvað eftir að dala á Steingrími, sem fer fyrir flokki sem kennir sig við umhverfismál en vill ekkert taka á neinu sem snertir mesta umhverfismál Íslendinga: Ofbeit dýrkaðra sauðkinda. En þetta á nú við um þinn flokk líka. En allir láta þessir flokkar íhaldið í friði.
Sigurður G. Tómasson, 14.4.2007 kl. 23:39
Sammála Sigurði hér að ofan, nema að því leytinu til, að ég trúi á andlát framsóknarflokksins. Það verður stórmerkilegt að flokkurinn, 90 ára gamall mun ekki fara yfir 10 % fylgi. Líklegast mun afi minn, sjálfur aldamótabóndin, snúa sér við í gröfinni. Og postulinn Jón og "Frúin" sjálf munu upplifa endalok flokksins. Hér eftir verður hann smáflokkur, sem mælist með innan við 10 % fylgi. Þetta er framtíðin.
Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 00:14
Birgir!
Kratagenin í mér gera það að verkum að ég verð að vera ósammála mér!
Alþýðuflokkurinn nánast hvarf. Þrátt fyrir allt þá lifir gamli góði Alþýðuflokkurinn enn í Samfylkingunni - reyndar innan um ýmsar aðrar skrítnar spírur!
Framsóknarflokkurinn mun líka lifa af - en ólíkt gamla góða Alþýðuflokknjum - einn og óstuddur.
Og ekki gera lítið úr sauðkindinni! Við værum væntanlega á Jótlandsheiðum ef hennar hefði ekki notið við.
Hallur Magnússon, 15.4.2007 kl. 00:26
Jú, kannski eigum við margt sameiginlegt. Ég var mikill stuðningsmaður Vilmundar Gylfa, sem féll frá eins og þú veist fyrir eigin hendi. Sem dæmi um kraftinn í þeim manni, þá gaf hann út dagblað, sem ég man ekki lengur nafnið á, en það kom út í allaveganna 4 tölublöðum. Ég átti þessi blöð í áratug en týndi þeim miður í flutningum. Ef einhver á þessi blöð, þá vinsamlegast bjóðið mér í kaffi.
Birgir Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.