Unglingur um hækkun bílprófsaldurs

Dóttir mín var að fá æfingaleyfi vegna bílprófs og mun væntanlega fá bílprófsréttindi í lok apríl. Þetta minnir mann á að tíminn líður - og ég er ekkert unglamb lengur!

Það er væntanlega þess vegna sem hún velur að skrifa smá pistil í skólanum um hækkun bílprófsaldurs, en umræða um að hækka bílprófsaldur í 18 ár hefur skotið upp kollinum af og til.

Mér finnst ekki úr vegi að sýna alþjóð viðhorf 16 ára stelpu sem bíður eftir bílprófinu sínu:

"Hér á eftir ætla ég að fjalla lítilega um hækkun bílprófsaldursins og af hverju ég tel hann ekki eiga eftir að fækka slysum.

      Mikið hefur verið rætt um það að hækka bílsprófsaldurinn vegna þess hve mörgum slysum ungt fólk veldur, eða hefur sjálft lent í undanfarin ár . Það er að vísu rétt að mörg slys verða vegna ungs fólks á aldrinum 17 – 20 ára . En það má ekki gleyma þvi að fullorðið fólk veldur þeim líka .

 

      Ég tel að það muni ekki hjálpa neitt að hækka aldurinn uppi 18 ár . Því fólk þroskast ekki svo mikið á einu ári . Auk þess fær það alveg jafn langan undirbúningstíma hvort sem er. Það má byrja í ökukennslu einu ári áður en aldri til að byrja keyra er náð.

Oft verða umferðaslys  þegar ungir strákar ( í flestum tilvikum ) eru að sýna hvað þeir geta og keyra þar af leiðandi of hratt. Í þeim tilvikum finnst mér að í staðinn fyrir að hækka bílprófsaldurinn, eigi einfaldlega að vera betri löggæsla í umferðinni og hærri sektir heldur en nú gengur og gerist. Því ungt fólk á oft ekki mikið af peningum og ef það lendir einu sinni í svona aðstöðu að borga himinháa sekt t.d. fyrir að vera ekki með bílbelti, fara yfir á rauðu ljósi, eða einfaldlega keyra of hratt.

Þá myndi það forðast eins og heitan eldinn að endurtaka svona vitleysisgang aftur og kanski gera sér betur grein fyrir alvöru málsins.

 

     Þess vegna tel ég að fólk komi alveg jafn óundirbúið eða vel undirbúið, út í umferðina hvort sem það fengi prófið 18 ára eða 17 ára . Vegna þess að það er einfaldlega með sömu reynsluna .

Þetta er eins og að halda því fram að nemandi í myndlist kynni betur að teikna ef hann væri 18 ára og byrjaði 17 ára að læra að teikna en myndi teikna ver ef hann myndi byrja að læra þegar hann væri  16 ára og lyki teiknináminu við 17 ára aldurinn. 

Ungt fólk sem er ekki komið með bílpróf notar strætó mikið og er það bæði dýrt , tímafrekt og mjög leiðinlegt . Strætisvagninn er nær aldrei á réttum tíma og þá er unga fólkið að koma of seint til vinnu eða skóla og ekki er það nú gott . Það er því voða gott að geta verið komin með bílpróf þegar maður er orðinn 17 ára . Þá getur maður hjálpað til heima og t.d sótt yngri systkini sín á leikskólann þegar foreldrar eru i vinnu.

 

   Í staðinn fyrir að hækka aldurinn uppí 18 ár væri ef til vill sniðugra að leyfa unga fólkinu að byrja að læra fyrr svo það hafi meiri tíma til að venjast umferðinni og hættunum sem í henni leynast . Þá myndi unga fólkið koma betur undirbúið út í umferðinna og væri að auki vanara að keyra. Það myndi klárlega fækka slysum í umferðinni.

Álfrun Elsa Hallsdóttir " 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Gott hjá stelpunni.

AÐ hækka í 18 ár er engin lausn. Það sem er mikilvægast er að efla fræðsluna enn frekar og þá þá samvinnu ökukennara,lögreglu, tryggfé,fræðsluyfv. o.s.f

Krakkar 17-20 ára, sem teknir eru fyrir hraðakstur, mætti síðan skylda til að mæta á nokkurra klst námskeið um afleiðingar hraðaksturs. Að stimpla punkta í ökuskírteinið hefur engin sem lítil áhrif.

Birgir Guðjónsson, 22.3.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Auðvitað á ekki að hækka bílprófsaldurinn - tóm tjara. Ég ólst upp í sveit þar sem ég varð snemma að aka dráttarvélum, um 10 ára aldur og síðan Landroverinn á heimilinu við búskapinn og því alvön þegar ég fór til Reykjavíkur að taka bílpróf.

Vilborg Eggertsdóttir, 22.3.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband