Takmörkun lánshlutfalls vegna brunabótamats á útleið?

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vill afnema þá reglu að takmarka lánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs við brunabótamat íbúðar að viðbættu lóðarmati.  Þetta kemur fram í svari  hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir á Alþingi á dögunum.

 

Í svarinu kemur fram að þetta mál hafi verið til athugunar í félagsmálaráðuneytinu og hjá Íbúðalánasjóði og vilji sé til þess að afnema þetta skilyrði. Engin ákvörðun liggi þó enn fyrir um hvort eða hvenær ráðist yrði í þessa breytingu. Ákvörðun í því efni verði meðal annars tekin í samráði við fjármálaráðuneytið með hliðsjón af stöðu efnahagsmála.

 

Þessi afstaða félagsmálaráðherra ætti að kæta Ingibjörgu Þórðardóttur formanns Félags fasteignasala, sem hefur ítrekað hvatt til þess í viðtölum að undanförnu að framangreint  við brunabótamat verði afnumið.

 

Ingibjörg hefur bent á að 90% lán Íbúðalánasjóðs sé sjaldnast 90% lán á höfuðborgarsvæðinu.  Í nýlegu fréttaviðtali sagði Ingibjörg meðal annars:

... hámarkslánið fer aldrei umfram brunabótamat og lóðamat hjá Íbúðalánasjóði og það má segja að þær séu teljandi á fingrunum þær íbúðir sem að geta farið í gegnum þetta nálarauga að lánið nái 90% af kaupverðinu… …En brunabótamatið er sem sagt sá akkilesarhæll sem Íbúðalánasjóður býr við og sníður þeim þar af leiðandi afar þröngan stakk. 

Þetta er rétt hjá Ingibjörgu, því á árinu 2006 voru einungis veitt 78 lán á höfuðborgarsvæðið sem raunverulega náðu gildandi hámarksláni, 90% fyrri hluta ársins og 80% síðari hluta ársins. Þetta er aðeins 1,3% af heildarfjölda útlána Íbúðalánasjóðs.

 

Ákvæðið um viðmið við brunabótamat var á sínum tíma ekki ætlað að takmarka almennar lánveitingar Íbúðalánasjóðs enda var verð íbúða sjaldnast yfir brunabótamati fyrr en eftir að húsnæðisverð fór að hækka verulega upp úr árinu 1998. Því var það undantekning að ákvæðið skerti hámarkslánshlutfall.

 

Ákvæðinu var fremur ætlað að vera kostnaðarviðmið í þeim tilfellum sem ekki var um lánveitingar vegna kaupa að ræða heldur þegar veitt voru greiðsluerfiðleikalán eða lán til endurbóta.. Þá var ákvæðið ákveðinn öryggisventill vegna mögulegra málamyndagerninga við kaup og sölu íbúðarhúsnæðis.

 

Þess má geta að Glitnir auglýsir nú 90% lán sem ekki eru takmörkuð af brunabótamati

Svo er nú það!

Undirstrikað skal að bloggfærslur á síðunni endurspegla eingöngu mín eigin viðhorf, sbr. http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/145053/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Að miða lánveitingar við brunabótamat er áhættustýring sem er barns síns tíma. Þannig er Félagsmálaráðuneytið mjög seinir að breyta sínum reglum til handa Íbúðalánasjóði og ef það væri í raun einhver þekking til staðar hjá ráðuneytinu og pólitískur vilji þá hefði hækkun lána og nútímaaðlögun átt sér stað miklu fyrr, almenningi til hagsbóta.

Nú til að réttlæta tilvist Íbúðarlánasjóðs þá verður hann að geta keppt við bankakerfið og ætti jafnframt að beita sömu áhættustýringu og varúðarsjónarmiðum og bankakerfið gerir við lánveitingar til hinna ýmsu viðskiptamanna um allt land.

Birgir Guðjónsson, 19.3.2007 kl. 13:48

2 identicon

Á ályktun framsóknarmanna frá flokksþingi segir: "Afnumdar verði tafarlaust takmarkanir íbúðalána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat og lánsfjárhæðir taki mið af raunverulegu verði hóflegra íbúða."  Það er vonandi að félagsmálaráðherra komi þessu í framkvæmd sem allra fyrst.

G. Valdimar Valdemarsson form málefnanefndar Framsóknarflokksins (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Getur hann breytt þessu með reglugerð?

Sigurður G. Tómasson, 19.3.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Já, þetta er reglugerðarákvæði.

Hallur Magnússon, 19.3.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband