...stigið létt inn í óðum stækkandi bloggheim!
12.3.2007 | 21:16
Ég er þeirrar gerðar að hafa skoðanir á flestu sem viðkemur þjóðmálum og finnst heilbrigð skoðanaskipti og vönduð umræða mikilvægur grunnur að þróun þess samfélags sem við búum við.
Vegna stöðu minnar sem starfsmaður opinbers fyrirtækis hef ég veigrað mér við að taka þátt í þeirri umræðu á mínum eigin persónulegu forsendum, enda legg ég áherslu á að vinna vinnunna mína faglega og koma fram fyrir fyrirtækið á forsendu þess óháð mínum eigin skoðunum.
Ég hef hins vegar ákveðið að stíga létt inn í óðum stækkandi bloggheim og koma mínum persónulegu skoðunum á framfæri þegar sá gállinn er á mér, ekki síst vegna þess að konan mín og börnin eru orðin leið á því að ég sé að rífast upphátt við sjónvarpið - eða fréttir og blogg á netinu
Þar sem margir tengja mig fyrst og fremst við vinnuna mína og það fyrirtæki sem ég starfa fyrir, þá vil ég biðja lesendur að hafa það ætíð í huga að ég er aldrei á blogginu sem opinber starfsmaður og málsvari þess fyrirtækis sem ég vinn hjá, heldur er um að ræða mínar eigin, persónulegu skoðanir.
Vonandi skripla ég ekki á skötunni í bloggskrifum mínum, en ef mér verður á, þá er það persónan Hallur Magg en ekki embættismaðurinn Hallur Magnússon sem heldur um pennann ...
Svo er nú það!
Kveðja
Hallur Magg
Athugasemdir
Velkominn í bloggheima og þar með á yfirlitssíðu tíðarandans.
Elfur Logadóttir, 13.3.2007 kl. 18:20
Oft hefur verið spurt, svo dæmi sé tekið: Og hvað gerir þú svo? Ég er kennari. -- Hvað erum við eiginlega? Það sem við hugsum, vinnum,gerum eða gerum ekki? Sennilega ekkert af þessu! Velkominn!
Vilborg Eggertsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.