Stjórnarskrá Íslands byggi á frjálslyndi og umburđarlyndi

Stjórnarskrá Íslands á ađ byggja á frjálslyndi og umburđarlyndi, tryggja ţegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýđrćđi, skilvirka og lýđrćđislega stjórnskipun, réttlátt og óháđ dómskerfi og ađ landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauđlinda landsins.
Stjórnlagaţing ţjóđarinnar er eđlilegt og nauđsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á ţađ benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum ţann 12. janúar 2009 " Ţjóđkjöriđ stjórnlagaţing móti stjórnskipan framtíđarinnar". Ég hef barist fyrir ţessari hugsjón minni ć síđan. Ţví var ţađ eđlilegt af minni hálfu ađ gefa kost á mér til setu á stjórnlagaţingi.

Í stjórnarskrá vil ég helst tryggja:

  • Persónukjör og rétt til ţjóđaratkvćđagreiđslna.
  • Raunverulegan ađskilnađ löggjafarvalds, framkvćmdavalds og dómsvalds.
  • Ađ dregiđ verđi úr miđstýringu ríkisstjórnarvaldsins.
  • Nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstćđra og lýđrćđislegra hérađsstjórna sem taki yfir sem stćrstan hluta fjárveitingarvalds, framkvćmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Ţessi baráttumál mín eru ekki ný af nálinni eins og sjá má á pistlum mínum "Stjórnlagaţing, persónukjör og auđlindirnar í ţjóđareigu " og "Sterk og miklu stćrri sveitarfélög eru framtíđin".

Ađ sjálfsögđu eru stefnumál mín fleiri og fjölbreyttari.  Til ađ kynna ţau hef ég ákveđiđ ađ rjúfa árslanga bloggţögn mína og er nú farinn ađ blogga á Eyjunni

Á ţessari bloggsíđu minni á Moggablogginu hef ég sett upp tengla sem vísa á gagnlegar upplýsingar sem varđa stjórnlagaţing og kosningar til ţess, tengla sem vísa á stjórnarskrár ýmissa landa og tengla sem tengjast síđum áhugaverđra frambjóđenda til stjórnlagaţings. Sá listi mun lengjast ţegar ég hef kynnt mér stefnumál međframbjóđenda minna.

Ég bloggađi nćr daglega og stundum oft á dag á ţessari bloggsíđu um landsins gagn og nauđsynjar frá ţví í marsmánuđi 2007 fram í septembermánuđ 2009. Ţví hafa ţeir sem vilja kynna sér stefnumál mín og skođanir úr drjúgum potti ađ veiđa. Til ađ auđvelda ađgang ađ fyrri pistlum mínum hef ég komiđ fyrir leitarvél hér til hćgri.

Starfsferil minn, nám og ţátttaka í félagsstörfum er einnig ađ finna á vefsíđunni hér til hćgri og einnig unnt ađ skođa hann međ ţví ađ smella á hér.

Ábendingum og athugasemdum er unnt ađ koma til mín á netfangiđ hallur@spesia.is auk ţess sem athugasemdakerfiđ á blogginu er ađ sjálfsögđu öllum opiđ.

Ég hlakka til ađ taka ţátt í ţeirri umrćđu og ţeirri kosningabaráttu sem framundan er og óska eftir stuđningi í kosningunum til stjórnlagaţings 27. nóvember.


Auđkennisnúmer mitt á stjórnlagaţing er 9541

Bloggfćrslur 24. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband