Fjárfestirinn Endre Røsjø aufúsugestur á Íslandi
5.9.2009 | 08:42
Það er afar mikilvægt að fá norska fjárfesta eins og Endre Røsjø með fjármagn til fjárfestinga á Íslandi. Endre Røsjø er ekki einungis "einhver" fjárfestir sem hefur náð ótrúlegum árangri í fjárfestingum sínum heldur lítur hann á það sem nánast skyldu sína að koma bræðraþjóð Norðmanna til hjálpar í erfiðleikum.
Endre Røsjø og þá ekki síður Ingjald Ørbeck Sørheim hafa af mikill elju unnið að því í sumar að fá fleiri norska fjárfesta til þess að fjárfesta með sér á Íslandi í samvinnu við ábyrga íslenska fjárfesta.
Þá er ekki verra að hafa Svein-Harald Øygard með í hópnum - enda líklega fáir útlendingar búnir að kynnast í íslensku efnahagslífi betur en hann.
Við eigum að taka þessum frændum okkar opnum örmum. Framlag þeirra getur skipt sköpum á Íslandi.
![]() |
Vilja setja fé í endurreisnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)