Ólafur Stephensen var góður ritstjóri Morgunblaðsins
18.9.2009 | 20:14
Ólafur Stephensen var að mínu mati góður ritstjóri Morgunblaðsins á erfiðum tímum. Mér finnst hann hafa reynt að gera Morgunblaðið að óháðum, kröftugum og vönduðum fjölmiðli. Vandi Ólafs var hins vegar verulegir fjárhagslegir erfiðleikar í rekstri blaðsins - og að hann fékk aldrei fullkomið ritstjórnarvald yfir blaðinu. Þurfti að dragnast með það sem einhverjir gætu kallað lík í lestinni.
Því fer fjarri að ég og Ólafur Stephensen séum sammála um allt. Þvert á móti erum við ósammála um mjög marga hluti. Það breytir ekki skoðun minni á Ólafi sem ritstjóra og vönduðum blaðamanni.
Sú skoðun byggir á kynnum mínum af Ólafi þegar við störfuðum báðir sem ungir blaðamenn á sitthvorum fjölmiðlinum og vorum hvor á sinn hátt róttækir. Sátum oft hlið við hlið á borgarstjórnarfundum og sendum fréttir þaðan. Þá var Davíð Oddsson borgarstjóri.
Við tókumst þá stundum á um menn og málefni í samræðum. Vorum nánast alltaf ósammála.
Ég var reyndar skammaður af félögum mínum þegar ég bloggaði á þann veginn að ég teldi Ólaf rétta manninn í djobbið. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.
![]() |
Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lykilatriði í framþróun Evrópusambandsins
18.9.2009 | 09:45
Samþykkt efri deildar hins þýska Bundersrat á lögum sem heimila staðfestingu á Lissabonsáttmálanum er lykilatriði fyrir framþróun Evrópusambandsins og skiptir miklu máli fyrir inngöngu Íslands í bandalagið kjósi íslenska þjóðin inngöngu þegar aðildarsamningur liggur fyrir.
Nú eru það frændur okkar Írar sem eiga næsta leik - en þeir hafa verið afar tortryggnir gagnvart Lissabon sáttmálanum.
Talandi um Íra. Andstæðingar Evrópusambandsins hafa mikið velt sér upp úr efnahagsörðugleikum Íra um þessar mundir. Þeir virðast reyndar hafa gleymt hver staða Írlands var áður en þeir gengu í Evrópusambandið og tóku upp Evru. Nánast efnahagsleg auðn!
Þá er ljóst að írska kreppan væri enn dýpri - og jafnvel svipuð okkar - ef Írar hefðu ekki verið í Evrópusambandinu og tekið upp Evru.
Við ættum að hafa það í huga.
![]() |
Staðfestu Lissabon-sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)