Að hengja bakar fyrir smið!

Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt  raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.

Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska stjórnin gæti sprungið!

Norska ríkisstjórnin gæti sprungið vegna þess afhroðs sem Sósíalíski Vinstriflokkur Kristínar Halvorsen fékk í kosningunum. Flokkurinn tapaði 4 þingmönnum þar af þremur til Verkamannaflokksins - en það var greinilegt að norskir kjósendur voru að kjósa Jens Stoltenberg sem forsætisráðherra - þar af margir fyrrum kjósendur SV.

Það sem fer afar illa í liðsmenn er ekki bara það að missa fylgi til Verkamannaflokksins heldur sú staðreynd að SV er nú með minna fylgi en Miðflokkurinn sem í raun myndaði núverandi rauðgræna ríkisstjón með því að yfirgefa áratugasamstarf borgaraflokkanna og gekk til liðs við vinstri flokkana.

SV og Miðflokkurinn eru nú með sama þingmannafjölda sem þýðir væntanlega að Miðflokkurinn mun fá jafnmarga ráðherra og SV - ef ríkisstjórnin lifir. Málið er nefnilega að margir liðsmenn SV hafa lýst óánægju sína með að flokkurinn hafi misst fylgi vegna ríkisstjórnarsetunar og hafa ýjað að því að draga sig út úr stjórninni. Kristín Halvorsen mun væntanlega berjast fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi - en eins og í sumum systurflokkum SV - þá láta flokksmenn ekki alltaf að stjórn!

SV systurflokkur VG, Miðflokkurinn er systurflokkur Framsóknarflokksins og Verkamannaflokkurinn systurflokkur Samfylkingar.

Ef SV dregur sig úr úr stjórninni kemur upp sérkennileg staða. Borgaraflokkarnir hafa ekki meirihluta nema Miðflokkurinn snúi baki við Verkamannaflokknum - auk þess sem Framfaraflokkurinn á ekki upp á pallborðið sjá öllum borgaralegu flokkunum.

Niðurstaðan yrði væntanlega minnihlutastjórn Jens Stoltenberg - sem er nú óumdeidur leiðtogi norskra stjórnmála - með aðild Miðflokksins en SV verji ríkisstjórnina falli.

En þetta á allt eftir að koma í ljós.

 


mbl.is Stjórnin virðist halda velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband