Hámarkshraðann í 100 jafnvel 110 á Reykjanesbrautinni!
7.8.2009 | 09:46
Ekki ætla ég að mæla ofsaakstri bót. Hitt er að hámarkshraði á tvöfaldri Reykjanesbrautinn er allt of lágur. Reykjanesbrautin er byggð sem hraðbraut. Að sjálfsögðu á að hækka hámarkashraðann á tvöfaldri Reykjanesbrautinn í að minnsta kosti 100 - jafnvel í 110!
Ekki gleyma ákvæðum umferðalaga um að haga skuli akstri eftir aðstæðum. Það þýðir að við erfið umferðaskilyrði þá eiga bílstjórar ekki að aka á hámarskhraða.
Meira að segja í Noregi væru búið að hækka hámarkshraða á tvöfaldri Reykjanesbraut í 110.
Á móti mætti sumstaðar lækka hámarkshraða - eins og til dæmis á Réttarholtsveginun í Reykjavík þar sem hámarkshraði ætti að vera 30 - enda gatan í miðri íbúðabyggð og skilur að skólahverfi. Þar bruna fullhlaðnir flutningabílar oft á tíðum á hraða sem er langt yfir 50 km hámarkshraðanum þar.
Sé aldrei löggu að mæla á Réttarholtsvegi - en sé þær mjög gjarnan á götum sem þola vel góðan aksturshraða. Eins og td. Reykjanesbraut.
![]() |
Hraðakstur á Reykjanesbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)