Lánasafn Íbúðalánasjóðs tryggara en lán bankanna sem "liggja undir skemmdum"

Það er ofmælt hjá hjá Tryggva Þór Herbertssyni að lánasafn Íbúðalánasjóðs liggi undir skemmdum og sé jafnvel ónýtt. Hins vegar eru allar líkur á að lánasöfn ríkisbankanna séu illa farin.

En það er hins vegar hárrétt að nú eigum við tækifæri til þess að leggja efnahagslífinu lið og færa niður skuldir heimila og fyrirtækja. Slík niðurfærsla skilar sér í auknu fjármagni inn í atvinnulífið á sama tíma og komið er í veg fyrir annars fyrirsjáanleg fjöldagjaldþrot fjölskyldna.

Herbert Þór segir í útvarpsfréttum í dag:

"Lánasöfn ríkisbankanna og Íbúðalánasjóðs liggja undir skemmdum og eru jafnvel ónýt. Ástæðan er að fjölmargir hafi fengið lán sín fryst og þau eru því ennþá skráð sem eign hjá bönkunum, þrátt fyrir að fjölmargir lántakendur muni ekki geta greitt lánin til baka."

 Eins og áður segir er þetta ofmælt í tilfelli Íbúðalánasjóðs þar sem íbúðalánsjóðsins eru ekki nema í undantekningartilfellum að sliga fjölskyldurnar - heldur eru það aðrar skuldbindingar sem það gera.

Ástæðan er einföld.

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hefur alla tíð verið afar hófleg auk þess sem brunabótamat hamlaði lánveitingum sjóðsins verulega. Veðsetningarhlutfall lána Íbúðalánasjóðs er því miklu mun lægra en veðsetningarhlutfall íbúðalána bankanna sem lánuðu hömlulaust há lán með háu veðsetningarhlutfalli.

Það er því nánast undantekning að íbúðalán Íbúðalánsjóðs sé hærra en verð íbúða sem lánað var til á meðan algengt er að bankalánin séu yfir 100% af veðsetningu.


Bloggfærslur 30. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband