Afborganir íbúðalána taki mið af greiðslugetu fjölskyldna

Í kjölfar efnahagshrunsins í haust lagði ég til að afborganir íbúðalána taki mið af greiðslugetu hverrar fjölskyldu fyrir sig. Nú hefur Þórólfur Matthíasson tekið undir þessar hugmyndir mínar. Vonandi fá þær hljómgrunn víðar. Helst hjá félagsmálaráðherranum og ríkisstjórninni.

Tillögur mínar í haust fólust í að byrja með tímabundna frystingu lána þar sem staða mála yrði tekin eftir 3 ár.  Þá var ekki ljóst að efnahagslægðin yrði eins djúp og kreppan erfið - eins og nú hefur komið á daginn.

En þetta fyrirkomulag er raunhæft til lengri tíma.

Lítum aðeins á bút úr einu bloggi mínu um málið frá því í október:

Lausnin er sú að geta bæði fryst greiðslur af vöxtum, höfuðstól og verðbótum. Greiðslubyrðin taki mið af greiðslugetu hvers og eins fyrir sig - en það sem út af stendur verði fryst til dæmis í 3 ár. Þá verði tekin afstaða til þess hvernig farið verði með þann hluta lánsins sem hefur verið frystur.

Fyrir flesta er líklegt að unnt sé að standa undir greiðslum í kjölfar kreppunar, fyrir aðra er þörf að lengja í láninu til þess að lækka greiðslubyrðina og væntanlega verður einhver hópur sem getur ekki staðið undir láninu. Þá þarf sértækar aðgerðir til að leysa úr vanda þess hóps.

Ég hef bent á tvær leiðir til þess að ákvarða fjárhæð afborganna og þar af leiðir hversu mikið verði fryst.

Einfaldasta leiðin er að ákvarða að ákveðið fast hlutfall af brúttólaunum fari til greiðslu íbúðalána ef fólk sækir um að frysta hluta afborgana sinna.

Flóknari leið - en að mörgu leiti æskileg leið - er að fólk fari gegnum greiðslumat og í kjölfar þess ákvarðað hvaða fjárhæð fjölskyldan getur greitt í afborganir af íbúðalánum og afgangurinn frystur í til dæmis þrjú ár.  Kosturinn við þessa leið er sú að við greiðsluamt er farið í gegnum öll fjármál fjölskydunar og unnt að ganga frá yfirlitum og greiðsluáætlunum til að standa undir öðrum skuldbindingum og útgjöldum fjölskyldunnar.  Fjölskyldan fær þá mikilvægt stöðumat á eigin fjárhagslega stöðu. 

Hugmyndir mínar má sjá í bloggfærslu í október Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg! 


mbl.is Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband