Geymdi rússneski dómarinn spariféð sitt á IceSave?

Ætli rússneski dómarinn hafi geymt spariféð sitt á IceSave?

Æ, mér datt það bara í hug!

Annars voru íslensku stelpurnar sig afar vel. Það er ekki einfalt á fá á sig vafasama vítapyrnudóma í tvígang!

Slæmt að klúðra víti - það eina sem var alvöru víti - en svona er boltinn.

Þá er bara að taka Norðmenn í næsta leik - og ná jafntefli við Þýskaland. Það er geta fyrir hendi að klára það.


mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjum löggæsluna í landinu!

Við eigum að verja löggæsluna í landinu. Það er þyngra en tárum taki að sjá átök almennra lögreglumanna og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjóranum er svo þröngur stakkur settur í fjárveitingum að það getur ekki annað en komið niður á almennum lögreglumönnum og löggæslunni.

Ég óttast virkilega að við séum að missa bestu lögreglumennina úr starfi vegna ástandsins. Við megum ekki við að lögreglan hrynji á þeim erfiðu tímum sem við upplifum. Afleiðing þess gæti orðið að gæði lögreglunnar minnki verulega - og þangað leiti einstaklingar sem við viljum síður að sjái um vandasama löggæslu.

Hvort sem okkur líkar það betur eður verr þá verðum við að auka fjárframlög til lögreglunnar. Það dugir skammt að verja grunnþætti velferðarþjónustunar, heilbrigðiskerfisinsog menntakerfisins ef óöld skapast þar sem löggæslan er í molum.  Við eigum góða og faglega lögreglu - en slík lögregla er ekki sjálfgefin. Það höfum við séð í ríkjum víða um heim.


mbl.is „Aldrei eins slæmt og núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband