Tryggva Þór í ótímabundið leyfi

Það er rétt af Þór Sigfússyni að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins í kjölfar húsrannsóknar sérstaks saksóknara. Vonandi mun Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Þór dragi sig í hlé.

Annar maður sem ætti að taka sér ótímabundið leyfi er Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður. Það var gerð húsrannsókn hjá Askar Capital sem Tryggvi Þór stýrði. Það er rangt af Tryggva að sitja sem alþingisþingmaður á meðan rannsókn stendur. Vonandi mun Tryggvi Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Tryggvi Þór dragi sig í hlé.

Það má reyndar rifja upp að Tryggvi Þór var einn af þeim sem á sínum tíma gerði atlögu að Íbúðalánasjóði - þiggjandi þóknun frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja sem forstöðumaður Hagfræðistofnunar fyrir að vinna greinargerð sem miðaði að koma Íbúðalánasjóði út af íbúðalánamarkaði.

Hvar stæðum við ef Tryggvi Þór og forsvarsmenn bankaútrásarinnar hefði tekist ætlunarverk sitt og komið Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef?

Reyndar myndi ég sjá eftir Tryggva Þór sem alþingismanni - hæfilega hrokafullur töffari sem beitir hagfræðiþekkingu sinni í beittri stjórnarandstöðu - en undirstrika að það er rangt af honum að sitja sem alþingismaður við núverandi aðstæður þar sem fyrirtæki sem hann stjórnaði er undir rannsókn fyrir meint lögbrot.

Vonandi mun ekkert misjafnt um Tryggva Þór koma fram í þeirri rannsókn.


mbl.is Formaður SA í ótímabundið leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgfirskir bændur hlaupi í skarðið fyrir Möllerinn

Ég held það sé ráð að borgfirskir bændur hlaupi einnig í skarðið fyrir Möllerinn. Það væri samgöngubót.
mbl.is Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræður við ESB á grunni skýrra skilyrða strax

Ef Alþingi hugsar um hag íslensku þjóðarinnar þá getur hún ekki látið aðildarviðræður við Evrópusambandið danka. Íslendingar eiga að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax. Að þeim aðildarviðræðum verða að koma fulltrúar allra flokka. Það er engin ástæða til þess að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um  málið. Þjóðin er fullfær að taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða liggur fyrir.

 Aðildarviðræður þurfa hins vegar að byggja á skýrum skilyrðum Íslendinga.

Þau skilyrðu ættu að vera:

Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
aðildarsamnings.

Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.

Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.


mbl.is Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband