Aðildarviðræður við Evrópusambandið á beinu brautina?

Það var afar mikilvægt að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB hafi samþykkt að vísa umsókn Íslands strax til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu vatnaskil verða í desember þar sem vonandi mun verða samþykkt að Evrópusambandið gangi til viðræðna við Ísland.

Það er afar mikilvægt að Össur vinur minn og ríkisstjórnin í heild noti haustið vel og undirbúi aðildarviðræðurnar af kostgæfni. Líka Jón Bjarnason!

Ítreka enn og aftur tillögu mín um að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála.


mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave klúður stjórnvalda klúður aldarinnar?

IceSave klúður stjórnvalda virðist ætla að verða stjórnsýsluklúður aldarinnar. Alþingi getur ekki samþykkt IceSave samningana óbreytta. Þrátt fyrir þvermóðsku Hollendinga og Breta - þá verður að taka samningana upp og semja upp á nýtt.

Þetta eru nauðungarsamningar þar sem ótrúleg misstök hafa verið gerð á mörgum sviðum.

Stjórnvöld mega ekki láta hótanir gagnvart ESB umsókn hrekja sig af sporinu.

IceSave samningarnir verða að vera ásættanlegir fyrir Íslendinga. Þeir eru það ekki eins og þeir standa nú. Það er deginum ljósara.

Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni sem bent hefur á að Jóhanna Sigurðardóttir þarf að ræða beint við forsætisráðherra Bretlands og Hollands um málið. Það sé ekki hægt að beita Íslendinga slíkri nauðung sem IceSave smkomulagið er.

Nú reynir á Jóhönnu.

 


mbl.is Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband