Ábyrgð utanríkisráðherra mikil!
16.7.2009 | 14:13
Nú ríður á að Íslendingar haldi vel á spöðunum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra verður nú að sanna að hann ráði við verkefnið. Hagur Íslands byggir á því.
Íslendingar eiga það skilið að niðurstaðan verði sú hagfelldasta sem unnt er og það verði engin vafi á slíku þegar þeir taka afstöðu til inngöngu eða inngöngu ekki.
Íslendingar eiga að fara í viðræður með eftirfarandi að leiðarljósi:
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þolir ríkisstjórnin fellda ESB ályktun?
16.7.2009 | 11:05
Þótt það sé meirihluti á Alþingi fyrir því að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þá ríkir greinilega mikil tortryggni í garð Samfylkingarinnar hjá ýmsum þingmönnum sem eru tvístígandi í afstöðu sinni gagnvart þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.
Þá hafa yfirlýstir Evrópusinnar utan þings lýst áhyggjum með að samninganefnd við Evrópusambandið muni ekki standa nægilega föstum fótum í samningagerðinni og koma heim með samning sem ekki er ásættanlegur fyrir íslensku þjóðina.
Slíkur samningur verði felldur og aðild að ESB úr sögunni um langa framtíð.
Það er ákveðin hætta á að slíkt geti gerst í því sérstaka ástandi sem ríkis í efnahagsmálum og stjórnmálum á Íslandi um þessar mundir.
Því er ekki endilega víst að þótt það sé meirihluti fyrir því á þingi að ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - þar sem til dæmis Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt á flokksþingi sínu að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar verði ekki samþykkt.
Mun ríkisstjórnin þola það?
Hvert yrði áramhaldið?
Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?
Yrði ESB aðildarumsókn þá úr sögunni næstu árin?
Er það skynsamlegt?
... en þetta kemur í ljós núna í hádeginu.
![]() |
Bjart yfir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)