Vinnum að áframhaldandi tilvist DeCode á Íslandi

Ég held það sé ástæða til þess að vinna að áframhaldandi tilvist DeCode og að veigamikill hluti starsemi fyrirtækisins verði hér á landi. Við megum ekki við að missa það vel menntaða fólk sem þar vinnur  - og  sem væntanlega er sæmilega launað og greiða þar af leiðandi sæmilegar fúlgur í skatt í skattpíningunni - frá okkur til útlanda.

Þótt lengi vel hafi staðið styrr um starfsemi DeCode - þá er alveg ljóst að fyrirtækið hefur náð frábærum árangri - árangri sem gæti skipt máli í endurreisn orðstís Íslands. Árangri sem byggir einmitt á rannsóknum á Íslendingum og erfðum þeirra. Árangri sem hefur verið og gæti orðið framlag okkar til framfara í heiminum.

Já, ég vil DeCode áfram á Íslandi!


mbl.is Ný uppgötvun í erfðaprófi ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband