Að nánast bresta í ítölsku!
10.7.2009 | 22:16
Ég nánast brast í ítölsku eftir að fyrsti sopinn af ísköldu Lini 910 Lamrusco Scuro hafði runnið niður kverkarnar í góða veðrinu á sólarpallinum mínum. Kann reyndar ekkert í ítölsku en átti auðvelt með að flytja gróinn garðinn minn í huganum til Emilia á Ítalíu þar sem Lini 910 Lamrusco Scuro er framleitt.
Lambrúskóið er frábært sumarvín, þurrt, tannínskt og með snarpt bragð sem minnir á sólber og skógarberjasultu en þó án sætleikans enda ekki dísætt eins og títt er um ódýrari lambrúskó vínin.
Tiltölulega langur góður eftirkeimur.
Get reyndar vel hugsað mér flösku af köldu Lini 910 við arineldinn í sumarbústað yfir hávetur þegar maður þarf á sól í sinni að halda.
Við hjónin drukkum flöskuna án matar en ég gæti ímyndað mér að vínið gæti jafnvel gengið með gamla hefðbundna lambahryggnum!
Verð að prófa það í vetur þegar útigrilltíminn er liðinn og hefðbundni hryggurinn tekur aftur völdin!
... og fyrirgefið þetta er í fyrsta skipti sem mér dettur í hug að vín geti gengið með heitum blóðmör!!!
Já, ég get svo sannarlega mælt með flösku af Lini 910 Lamrusco Scuro!
PS. Fékk flöskuna frá Arnari í Víni og mat (www.vinogmatur.is) sem bað mig um að segja hvernig mér finndist! Mér fannst hún bara helv... góð!
Flokksþing Framsóknar samþykkti að hefja aðildarviðræður við ESB - án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu
10.7.2009 | 09:47
Ekki veit ég hvort eða hvaða Framsóknarþingmaður er að stinga saman nefjum við þingmenn úr öðrum flokkum um breytingartillögu sem gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að fara í aðildarviðræður við ESB.
Sé ekki betur en að slíkt stangist á við samþykkt flokksþins Framsóknarflokksins þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs Alþingis með skilgreind skilyrði að leiðarljósi.
Þótt utanríkisráðherra hafi ekki haldið vel á málum varðandi umsókn um ESB - þá er engin ástæða fyrir viðkomandi þingmann að sveigja frá samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í janúar - en samþykktin hljóðar svo:
Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði
![]() |
Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)