Ríkisstjórnin feti í fótspor Framsóknarmannsins Obama
8.6.2009 | 18:56
"Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist eiga von á því að geta búið til eða verndað um 600.000 störf næstu 100 daga með því að hraða 10 stórum framkvæmdum og verkefnum." segir í frétt Morgunblaðsins.
Aðiljar vinnumarkaðarins eru einmitt að leggja fram sambærilegar tillögur hér á Íslandi. Ríkisstjórnin á að verða við tillögum atvinnulífsins og taka Obama sér til fyrirmyndar í atvinnuuppbyggingu til að berjast gegn atvinnuleysinu.
Reykjavíkurborg hefur þegar tekið slíkt mikilvægt skref.
![]() |
Obama ætlar að skapa eða vernda um 600.000 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins og samvinnu í stað sundrungar
8.6.2009 | 17:36
Vonin felst í aðiljum vinnumarkaðarins sem virðast þeir einu sem hafa döngun til þess að takast á við efnahagsástandið með samvinnu atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Nú ríður á að ríkisstjórnin leggi sitt lóð á vogarskálarnar og tryggi atvinnuskapandi aðgerðir til að efnahagslífið stöðvist ekki alveg.
Það eru jákvæðar fréttir að ríkisstjórnin skuli hafa kallað stjórnarandstöðuna að því erfiða verkefni að skera niður í ríkisrekstri því samvinna ríkistjórnar, stjórnarandstöðu, atvinnulífsins og annarra hagsmunasamtaka er nauðsynleg til þess að vinna okkur út úr vandanum.
Ríkisstjórnin hefur því loksins lært af vinnubrögðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sem leituðu til minnihlutans í borgarstjórn um það erfiða verkefni að draga úr útgjöldum borgarinnar vegna efnahagsástandið.
Það er vonandi að stjórnarandstaðan læri af vinnubrögðum VG og Samfylkingar um að taka þátt í slíkri samvinnu.
Við erum búin að sjá árangur þessarar samvinnu meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. Við viljum sjá sambærilegan árangur í landsstjórninni.
Þegar eðlileg átök um IceSave samninginn er að baki - þá verða allir að leggjast á eitt og vinna saman. Svo einfalt er málið.
![]() |
Tillögur tilbúnar um atvinnumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar IceSave aðferð Landsbankans?
8.6.2009 | 16:03
Er IceSave "lausn" ríkisstjórnarinnar endurtekning á IceSave aðferð Landsbankans?
Ég hafði reyndar ekki pælt í því - fyrst og fremst haft efasemdir um háa vexti og því að Íslendingar afsöluðu sér rétt til gerðardóms - fyrst menn vildu á annað borð ganga frá málinu á þeim nótum sem ríkisstjórnin gerði - þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar Steingríms J.
En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir á það í pistli sínum á Eyjunni að ríkið fer í samninga um IceSave á sömu forsendum og Landsbankinn fór í IceSave verkefnið!!!
Athylgisverð nálgun eins og sjá má:
"Stóra kaldhæðni þessa máls er sú að með Icesave-samningnum ætlar íslenska ríkið að gera nákvæmlega það sama og Landsbankinn gerði með stofnun Icesave-reikninganna.
Reikningarnir voru stofnaðir sem viðbrögð Landsbankans við fjármögnunarvanda. Menn vildu fresta vandanum í von um að ástandið mundi lagast og bankinn geta staðið undir skuldbindingum sínum í framtíðinni, þrátt fyrir háa vexti. Bankinn tók því á sig gríðarlega miklar nýjar skuldbindingar og stofnaði þannig til óforsvaranlegrar áhættu fyrir innistæðueigendur (en þó í þeirri trú að ástandið mundi lagast og eignir bankans hækka nóg í verði til að geta staðið undir skuldbindingunni). Það gerðist ekki og vandinn varð fyrir vikið margfalt meiri heldur en hann hefði verið ef örþrifaráðið hefði ekki verið reynt.
Nú ætlar íslenska ríkið að endurtaka leikinn og skuldsetja sig verulega nema hvað í stað innistæðueigenda er verið að skuldsetja alla Íslendinga og setja efnahagslega framtíð þjóðarinnar í hættu."
Greinin í heild er hér http://sigmundurdavid.eyjan.is/
![]() |
Skriflegt samkomulag í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Friðjón og bláu appelsínurnar til varnar Framsókn!
8.6.2009 | 09:54
Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sérstaklega í uppáhaldið hjá hinum skelegga Eyjubloggara Friðjóni R. Friðjónssyni sem bloggar undir heitinu Friðjón og bláu appelsínurnar. Hann getur reyndar verið afar naskur á snögga bletti Framsóknar!
Ýmsir hafa reynt að klína IceSave klúðrinu á Framsóknarflokkinn - eins ósanngjarnt og það nú er. Friðjón kemur Framsókn til varnar í bloggi sínu í dag - sem ég ætla að taka mér bessaleyfi að birta í heild sinni - en slóðin á blogg Friðjóns er www.fridjon.eyjan.is/
"Framsókn til varnar
Hinir og þessir á blogginu keppast við að kenna Framsóknarflokknum um IceSave fíaskóið. Það er ekki fyllilega sanngjarnt.
Það er rétt að þegar fyrstu Icesave reikningarnir voru stofnaðir, síðla hausts 2006, sat Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í viðskiptaráðuneytinu.
Þannig að fyrstu 7 mánuðina bar Framsókn ábyrgð, þá var lítið sem benti til þess að þessir reikningar gætu valdið þeim skaða sem þeir gerðu.
Þar fyrir utan var kosningavetur og óhjákvæmilega var athygli formanns flokksins tvískipt, fyrst að ráðuneytinu en ekki síður að kosningabaráttunni.
Það vita allir, sem starfað hafa í stjórnarráðinu að síðasta hálfa árið fyrir kosningar eru ráðuneytin á nokkurskonar sjálfstýringu því athygli ráðherranna er ekki óskipt.
Þann 24. maí 2007 tók Samfylkingin og Björgvin G. Sigurðsson við bankamálaráðuneytinu. Næstu 17 mánuði voru Icesave-reikningarnir því á ábyrgð Samfylkingarinnar.
Á meðan gerðist það að:
- Icesave reikningarnir stækkuðu og urðu að skrímslum á vakt Björgvins.
- Icesave reikningar í Hollandi voru stofnsettir á vakt Björgvins.
- Kaupthing opnaði sína Edge reikninga haustið 2007 á vakt Björgvins.
- Spilaborgin hrundi á vakt Björgvins.
Björgvin G. Sigurðsson ber ekki einn ábyrgð, því fer fjarri.
En að láta sem Framsóknarflokkurinn hafi hugsað upp Icesave reikningana og þvingað saklausa sparifjáreigendur til að leggja peningana sína inn á þessa hávaxta áhættureikninga, það er ósanngirni og ósannindi.
Framsóknarflokkurinn hefur skipt út sínum forystumönnum. Jón, Guðni, Valgerður, Jónína eru öll hætt í stjórnmálum.
Björgvin G. Sigurðsson heldur áfram ótrauður og leiðir Samfylkinguna á þingi.
Hvor flokkurinn hefur axlað ábyrgð?
Hvor flokkurinn kemur heiðarlegar fram?
PS.
Andstaða mín við greiðslu Icesave hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórnarráðinu eins og sjá má á þessari færslu Geðveiki!"
![]() |
Margir skrá sig gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)