Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum
4.6.2009 | 12:27
Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum. Það er allavega skýring Seðlabankans sem segir ekki unnt að lækka vexti meira fyrr en raunhæf efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Það er hætt við að sú bið verði löng.
Reyndar er með ólíkindum ósjálfstæði Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en það er annað mál.
![]() |
Byrjað að afnema höft á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn tekur upp pólitíska möntru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
4.6.2009 | 10:15
Það kom í ljós á morgun það sem ég óttaðist að Seðlabanki Íslands er ekki sjálfstæður og hefur ekki hag íslenskra fyrirtækja og heimila að leiðarljósi heldur er bankinn viljalaust verkfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem rekur pólitíska stefnu sína eins og möntru án tillits til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig.
Það er vert að rifja upp möntru Alþjóðasjóðsins sem ég rifjaði upp í pistli mínum Seðlabankinn og pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í gær - en pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi er hávaxtastefna sem engu skilar nú frekar en hjá Seðlabankanum áður - hávaxtastefna sem er að ganga endanlega frá íslensku atvinnulífi og íslenskum fjölskyldum dauðum.
Núverandi forysta Seðlabankans fær falleinkunn - eins og forysta gamla Seðlabankans.
Sem betur fer verður bráðum skipt um í brúnni - þar sem ég vænti að Jóhanna hafi í huga jafnréttisstefnu ríkisstórnarinnar og ráði konu í aðstoðarseðlabankastjóraembættið - þar sem einsýnt virðist að aðalbankastjórinn verði karl.
Það eru hæfar konur sem sóttu um!
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jákvætt skref í baráttunni gegn kreppunni
4.6.2009 | 07:20
Auknar opinberar framkvæmdir á tímum kreppunar er eitt helsta velferðarmál sem unnt er að hugsa sér. Slíkar framkvæmdir eru bráðnauðsynlegar til að reisa við atvinnulífið og hleypa blóði í efnahagslífið. Reykjavíkurborg er þegar búin að taka mikilvægt skref í þessa átt með lántökum hjá lífeyrissjóðunum og mun tryggja hundruð starfa á næstu mánuðum vegna ýmissa verklegra framkvæmda í borginni.
Það er gleðilegt að heyra að ríkisstjórnin er að ranka við sér og hyggst taka höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins og leita til lífeyrissjóðanna um lán til framkvæmda.
Ríkisstjórninni er því ekki alls varnaðar.
![]() |
Lífeyrir styrki forða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |