Ólafi Ragnari ber skylda til að stöðva IceSave
29.6.2009 | 22:27
Ólafur Ragnar Grímsson sýndi á sínum tíma mikinn styrk þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þar var mál sem Ólafur taldi með réttu að þjóðin ætti að ákveða hvort ætti rétt á sér.
Vafinn sem ríkir um IceSave og mögulegt valdaframsal er þess eðlis að Ólafur Ragnar getur ekki látið löggjöf vegna þessa yfir sig og þjóðina ganga. Fjölmiðlafrumvarpið er smámál miðað við mögulegar afleiðingar IceSave.
Forsetanum ber skylda til að stöðva málið og koma IceSave í dóm þjóðarinnar. Til þess er hann - öryggisventill á vafasamar ákvarðanir stjórnvalda.
![]() |
Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Vanhæfur samgönguráðherra með vitlausa vegagerð
29.6.2009 | 08:59
Ekki ætla ég að gera lítið úr Vaðlaheiðagöngum - vegagerð í kjördæmi samgönguráðherrans. Samgöngumiðstöð í Reykjavík er eflaust ágæt - en afar umdeild - enda menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu hennar frekar en flugvallarins.
En það er vanhæfur samgönguráðherra sem setur nauðsynlega tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Reykjavík aftar en Vaðlaheiðagöng - og Sundabraut aftur fyrir samgöngumiðstöð.
Samgönguráðherrann er best geymdur á Siglufirði.
![]() |
Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |