Lúpínan krabbamein í íslenskri náttúru
23.6.2009 | 09:02
Það er ömurlegt að horfa upp á lúpínuna dreifa sér eins og illkynja krabbbamein í íslenskri náttúru og kæfa hefðbundinn íslenskan holtagróður. Holt og hæðir er að verða undirlagt af þessu krabbameini sem og dreifir sér sem aldrei fyrr.
Því miður er ekki einungis um höfuðborgarsvæðið að ræða heldur er lúpínan að eyðileggja fjölda svæða víðs vegar um landið.
Það verður að grípa inn í og finna leiðir til að lækna þetta illkynja krabbamein í íslenskri náttúru.