Facebookvinur minn Liv Signe Navarsete formaður Miðflokksins í Noregi og samgönguráðherra var að vekja athygli á framlagi norsku ríkisstjórnarinnar til almannasamgangna í Drammen og nágrenni. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 20 milljónum norskra króna - sem jafngildir amk. 400 milljónum íslenskra krónar - til að auka notkun almenningssamgangna og draga úr notkun einkabíla.
Statlige midler til kollektivtiltak: 20 millioner kroner til Drammensområdet
Ég veit að við erum ferlega blönk - en væri ekki rétt að ríkisstjórnin kæmi að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með svipuðum hætti - nú þegar strætó berst í bökkum.
Ég bara spyr!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hærra hámarkslán og endurbótalán afborgunarlaus fyrstu 3 árin!
22.6.2009 | 09:43
Það er mikilvægt að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs við núverandi aðstæður. Það þarf að hækka hámarkslánið. Það er forsenda þess að fólk sem er læst í óhagstæðum lánum á íbúðum sínum - geti selt og losað sig út úr erfiðri skuldastöðu - og það er nauðsynlegt svo fólk geti minnkað við sig án þess að standa í makaskiptum.
Það er einnig nauðsynlegt til þess að unnt sé að selja hluta þess nýja húsnæðis sem stendur autt til þeirra sem hafa þó greiðslugetu til að standa undir greiðslum af eðlilegu íbúðaláni.
Þá þarf að rýmka reglur um endurbótalán þannig að unnt verði að veita lán til endurbóta sem eru algerelga afborgunarlaus í þrjú ár. Það veitir þeim sem eiga eignir sem þurfa viðhald og hafa veðrými möguleika á að fara núna í nauðsynlegt viðhald á hagkvæmum kjörum auk þess að veita iðnaðarmönnum nauðsynlega atvinnu á erfiðum tímum.
Einnig geta slík lán gert gæfumuninn fyrir fólk sem ekki er með atvinnu í augnablikinu en eiga eignir sem þarfnast viðhalds - því vinna við viðhald á eigin húsnæði fjármagnað með endurbótaláni Íbúðalánasjóðs - getur bjargað fjölskyldum yfir erfiðasta hjallan næstu mánuði eða þar til vonandi fer að rofa til hvað atvinnuástand varðar.
Hækkun hámarksláns og rýmkun reglna um endirbótalán geta því hleypt smá súrefni í fastgeignamarkaðinn, veitt atvinnulausum húseigendum tímabundna vinnu og jafnvel komið í veg fyrir gjaldþrot í byggingariðnaði.
Sjá einnig bloggfærslu frá því í nóvember: Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og veðrými!
og frá því í síðustu viku: Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs nauðsynleg
![]() |
Íbúðaverð lækkar áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)