Hvað þýðir frestun framkvæmda í auknu atvinnuleysi?
21.6.2009 | 12:43
Ætli samgönguráðherra hafi kannað hvað frestun framkvæmda við vegagerð þýðir í auknu atvinnuleysi og hver kostnaður ríkissins verður í auknum atvinnuleysisbótum og kostnaði við óþarfa slys á fólki sem því miður verða að líkindum vegna slysagildra á þessum vegaköflum?
Frestunin mun að líkindum verða banabiti einhverra fyrirtækja.
Auðvitað þarf að spara - en það þarf einnig að koma hjólum atvinnulífsins í gang með opinberum framkvæmdum í kreppu og miklu atvinnuleysi. Þar að auki fá menn miklu meira fyrir peningana í framkvæmdum á krepputímum en á þenslutímum.
![]() |
Hætt við öll útboð í vegagerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alvöru súrt rengi á þorrablótunum?
21.6.2009 | 11:15
Fær maður þá loksins alvöru súrt rengi á þorrablótum vetrarins? Hrefnurengið er bara ekki það sama og stórhvalarengi þótt matreiðslumeistararnir hafi náð langt með því að press herfnurengið í þétta klumpa.
Var afar svekktur að fá ekki súrt rengi í vetur - þar sem einhverra hluta vegna mátti ekki éra langreyðarnar í fyrra!
Ef við fáum ekki súrt rengi - þá skil ég ekkert í þessum veiðum!!!
![]() |
Búið að veiða fjóra hvali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |