Athyglisverð mótmæli í Teheran
20.6.2009 | 15:13
Það er afar athyglisvert að sjá víðtæk mótmæli í Teheran daginn eftir að Khamenei æðstiklerkur varaði mótmælendur við að halda áfram mótmælum. Þetta er einsdæmi í Íran á tímum klerkaveldisins og gæti boðað breytta tíma í Íran.
Hingað til hafa Íranir ekki vogað sér að ganga gegn fyrirmælum æðsta klerks klerkastjórnarinnar.
Þetta virðist ekki síst vera andóf ungu frjálslyndari kynslóðarinnar gegn þeirri íhaldssamari eldri.
Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu - en vonandi taka klerkarnir skynsamlega á málum og freistast ekki til að bæka niður andófið með blóði. En maður er samt smeykur um að það gæti orðið raunin.
![]() |
Óeirðir á götum í Teheran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljómandi!
20.6.2009 | 11:33
![]() |
Sendiherrum fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)