Gamli sáttmáli meinlaust plagg miðað við IceSave "sáttmálann"?
18.6.2009 | 19:37
Ef Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill vera ábyrgur leiðtogi íslensku þjóðarinnar þá ætti hún að ganga fram fyrir skjöldu og biðja þingheim um að fella tillögu um að veita Tryggingarsjóði ríkisábyrgð vegna IceSave samningsins.
Ekki vegna þess að það eigi ekki að semja við Breta og Hollendinga - sem ég hef ákveðnar efasemdir um sem ekki er aðalatriðið - heldur til þess að taka aftur upp viðræður við Breta og Hollendinga og fá inn í samninginn klárt og skýrt að túlkun Jóhönnu á samningsákvæðunum sé rétt.
Það ætti ekki að vera erfitt ef Jóhanna og ríkisstjórnin er þess fullviss að þeirra túlkun á því að ekki sé verið að veðsetja Alþingishúsið, landið og miðin í samningnum, er rétt.
Við megum ekki við þeirri óvissu sem upp er komin um túlkun samningsins. Ef unnt er að túlka samninginn á þann hátt sem öflugir og virtir lögmenn hafa sýnt fram á að unnt sé að gera Íslandi í óvil - þá er Gamli sáttmáli meinlaust plagg miðað við lagasetningu um IceSave!
PS.
Reyndar verð ég að halda til haga að Gamli sáttmáli var ekki eins slæmur og Íslendingar hafa látið vera láta frá því á 19. öldinni. En það er annað mál.
![]() |
Icesave-samningar birtir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs nauðsynleg
18.6.2009 | 14:59
Vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs er jákvæð. En það er mikil þörf á að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs og færa það nærri raunveruleikanum. Slík hækkun getur orðið til þess að hleypa örlitlu lífi í fasteignamarkaðinn, losa fólk úr óhagstæðum lánum og einnig orðið atvinnuskapandi. Ekki veitir af.
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur óskað eftir heimild til hækkunar hámarksláns sjóðsins. Boltinn er nú hjá félagsmálaráðherranum og búinn að vera það í þrjár vikur.
Ráðherrann verður að skila boltanum fljótlega til baka.
En það er rétt hjá félagsmálaráðherranum að það þarf að fara vel yfir málið - en það má ekki taka langan tíma. Ráðherrann segir:
Menn fóru mjög flatt á því áður að marka lánastefnu Íbúðalánasjóðs án tillits til efnahagslegra forsendna. Við þurfum því að reikna út afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi á þessu sviði.
Það er nefnilega kominn tími til þess að reikna afleiðingar af AÐGERÐARLEYSI - en aðgerðarleysi á mörgum mikilvægum sviðum hefur verið aðaleinkenni þeirra ríkisstjórna sem Samfylkingin hefur setið í - hvort sem það er Samylkingunni eða samstarfsflokkum hennar að kenna.
Það aðgerðarleysi hefur verið þjóðinni afar dýrt!
![]() |
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóhanna með kíkinn fyrir blinda auganu
18.6.2009 | 14:42
Það er tilbreyting að sjá Jóhönnu Sigurðardóttir í þinginu og takast á við pólitíska andstæðinga sína. Það hefur verið áberandi hvað Jóhanna hefur foðast það frá því löngu fyrir kosningar.
En Jóhanna hefur enn einu sinni sett kíkiinn fyrir blinda augað og staðhæfir núna að engar líkur verði á því að Ísland verði gjaldþrota vegna IceSave samninganna. Þetta er alrangt!
Það er einmitt möguleiki á að IceSave samningurinn verði - ásamt öðru - að setja Ísland í gjaldþrot.
Það sem verra er. Bretar og Hollendingar eru komnir með veð í Alþingishúsinu og öðrum eigum ríkisins - jafnvel auðlindunum í hafinu - gegnum IceSave samninginn. Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu og Steingrím að neita því - grein 16.3 í samingi við hollenska ríkið hljóðar svo:
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum (án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.
Ef Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu (þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.
Þetta þýðir einfaldlega að Ísland er búið að veðsetja allar eigur ríkisins.
Hvaða gildi hefur öryggisákvæði í samningnum um að samningarnir verði teknir upp fari svo að íslendingar muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum - þegar engin ákvæði eru um hvernig að því verðir staðið - og ágreiningur mun fara fyrir breska dómstóla!
Það kæmi mér ekki á óvart að skilyrði Breta og Hollendinga fyrir að taka upp samninginn verði þau að ríkin leysi til sín íslenskar virkjanir! Eða taki yfir fiskveiðiréttindin!
Jóhanna ætti að lesa grein 16.3 í IceSave samkomulaginu - áður en hún fer að bulla í ræðustól á Alþingi!
![]() |
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)