Velur Samfylking ótvíræða ákveðni eða kattarþvott?

Tengsl Samfylkingar við ákveðna forkólfa gömlu bankanna og útrásarvíkinganna er þekkt. Nú reynir á hvort Samfylkingin í ríkisstjórn fer eftir ráðleggingum Evu Joly og gerir það sem þarf til þess að koma lögum yfir þá sem mögulega brutu lög og komu okkur á kaldan klaka - eða hvort um verður að ræða hálfkák og kattarþvottur.

Já, það verður spennandi hvernig Samfylkingin og ríkisstjórnin spilar úr stöðunni.

En hvernig sem það verður - þá er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir því að Valtýr Sigurðsson er vandaður maður sem gegnt hefur stöðu sinni með ágætum - en að hann er náttúrlega bullandi vanhæfur vegna fjölskyldutengsla. Það er ekki hans sök!

 


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldur og fyrirtæki bera byrðarnar - ekki nýju bankarnir

Það verða ekki nýju bankarnir sem munu bera byrðarnar vegna hækkunar á greiðslum til Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að gera sjóðinn betur í stakk búinn að mæta greiðslum vegna IceSave reikninganna sem ríkisstjórninn vill undirgangast.

Það eru heimilin og atvinnulífið sem munu bera byrðarnar í hærri vaxtamun og auknum gjöldum.

Bankarnir munu sjá um sig.


mbl.is Nýju bankarnir bera byrðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband