Lilja Mósesdóttir byrjar vel sem þingmaður VG
29.5.2009 | 13:45
Lilja Mósesdóttir byrjar afar vel sem þingmaður VG og greinilegt að hún styrkir þingflokk VG verulega. Ef ríkisstjórnin lafir fram að áramótum þá er einsýnt að Lilja er rétti aðilinn til að taka við viðskipta- og efnahagsráðuneytinu.
Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin brjóstist út úr 1983 hugsunarhætti Steingríms J. og Jóhönnu Sig. og taki upp nútímaleg vinnubrögð sem kalla á heildstæða hugsun en ekki þröngar aðgerðir sem hver og ein skaðar meira en hún leysir.
Því fagna ég sérstaklega þeirri afstöði Lilju að hafa ekki sætt sig við frumvarp fjármálaráðherra um hækkun á búsi og bensínu - fyrr en heildaráhrif skattahækkananna liggja fyrir.
Reyndar eru líkur á því að álögur á íslensk heimili og atvinnulíf aukust margfalt skattahækkuninni og tekjur ríkissjóðs verði miklu minni en talið er í fyrstu - en látum það liggja milli hluta.
Það er náttúrelga sjálfsagt mál að hafa það sem reglu á Alþingi að við mat á breytingum verði ávallt verði tekið tillit til óbeinna áhrifa, t.d. hvað varðar skattahækkanir eða niðurskurð í ríkisútgjöldum, eins og Lilja vill.
Það hefur nefnilega loðað við "sparnaðaraðgerðir" gegnum tíðina að þær hafa kostað ríkið oft miklu meira þegar upp var staðið en þær hafa sparað.
![]() |
Allt tekið með í reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)