HM?!!! - Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?

Ögmundur kæri vin! Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?

Úthrópaðir þú ekki Guðlaug Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra fyrir að vilja sameina heilbrigðisstofnanir?

Ég var sammála Gulla í því að stækka heilbrigðisstofnannasvæðin - enda skynsamlegt - og fékk það óþvegið!  Ekki fyrir að færa góð og gild rök fyrir sameiningunni - heldur vegna þess að það var talið "pólitískt rangt" að hæla pólitískum andstæðing mínum.

Ég mun hins vegar halda áfram að hæla pólitískum andstæðingum fyrir það sem gott og skynsamlegt er - en áskil mér rétt til að skamma þá sem við stjórnvölin eru þegar þess er þörf eins og ég hef alltaf gert. Líka mína flokksmenn hvort sem þeir eru við stjórnvölinn eða ekki.

Vona að ég geri oftar klappað fyrir þér frekar en að skamma þig - veit að þú hefur alla burði til að standa þig vel!

Sjá td. fyrra blogg mitt: Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði

Vænti mikils af þér - en vona að þú hækkir frekar laun Jóhönnu en að lækka laun forstjóra Ríkisspítala. Núverandi 1400 þúsund króna laun eru síst of há fyrir að reka það erfiða fyrirtæki - enda  verða vísasti vegur í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins ef þið ætlið að miða hámarkslaun lækna við 943 þúsund. Ef það verður stefnan - þá mun VG og Jóhanna verða leiðandi í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Veit að það er ekki sá minnisvarði sem þið viljið láta standa eftir ykkur eftir áratuga baráttu fyrir hagsmunum þeim sem  minnst mega sín í samfélaginu!

 


mbl.is Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri

Það er jákvætt hjá ríkisstjórninni að beita sér fyrir persónukjöri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þá mun einnig verða kosið til stjórnlagaþings sem er líka jákvætt! Að lokum var það afar jákvætt hjá ríkisstjórninni að halda ríkisstjórnarfund á Akureyri!


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna á skammarlega lágum launum sem forsætisráðherra.

Stefna ríkisstjórnarinnar um að engin "ríkislaun" skuli vera hærri en sem nemur launum forsætisráðherra getur verið góðra gjalda verð. Lausnin felst hins vegar ekki í að lækka til muna núverandi laun ríkisforstjóra - laun sem eru vissulega góð - en fjarri því að vera ofurlaun.

Lausnin er að sjálfögðu að hækka laun forsætisráðherra um 30% - 50%. Samhliða hækka laun annarra ráðherra sem og þingmanna.

Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt að ríkisforstjórar séu með ágæti laun þá eru þau laun yfirleitt mun lægri en sambærileg laun í þeim fyrirtækjum sem enn ganga þokkalega, í bankakerfinu og í skilanefndum bankanna.

Ef við lækkum launin þá fáum við ekki eins hæfa stjórnendur ríkisfyrirtækja - einmitt þegar við þurfum á hæfum stjórnendum að halda.

Forsætisráðherra er með lægri laun en efri millistjórnendur í ríkisbönkunum og í þeim fyrirtækjum sem enn ganga.

Þingmenn eru með mun lægri laun en millistjórnendur í þeim fyrirtækjum sem enn ganga. Fengju skárri laun sem mikilvægir sérfræðingar víðs vegar í atvinnulífinu.

Þótt Jóhanna Sigurðardóttir geti haft það ágætt á laununum sínum - ein og nægjusöm komin á eftirlaunaaldur - þá væri hún ekki ofsæl af þeim launum í þeirri erfiða starfi sem hún gegnir ef hún væri til dæmis fjögurra barna einstæð móðir. En kannske viljum við ekki hafa fjögurra barna einstæða móður sem forsætisráðherra. Eða barnafólk yfirleitt.

Ofurlaun eiga ekki rétt á sér. En það er langt í frá að ríkisforstjórar séu á ofurlaunum. Meira að segja hæstlaunuðustu ríkisstarfsmennirnir - bankastjórar ríkisbankanna - eru ekki á ofurlaunum þótt kjör þeirra séu afar góð.

Við megum ekki alveg ganga af göflunum popúlismanum í kreppunni.  Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur ríkisfyrirtækja.


mbl.is Margir með betri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband