Aðildarviðræður að Evrópusambandinu strax
26.4.2009 | 16:02
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu geta hafist strax ef Samfylgingin vill. Ef VG leggst gegn slíkum viðræðum þá hefur Samfylkingin þann kost að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni. Þótt meirihlutinn sé lítill trúi ég ekki öðru en einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu tryggja að ríkisstjórnin gæti gengið til slíkra viðræðna nú þegar.
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu ætti að vera lokið næsta vor þegar kosið verður til sveitarstjórna. Þá er unnt að leggja samninginn í dóm þjóðarinnar.
Boltinn er hjá Samfylkingunni og nú mun koma í ljós hvort Evrópustefna Samfylkingarinnar sé bara upp á punt fyrir kosningar eða hvort Samfylkingin meinar eitthvað með henni.
![]() |
Þingað um nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |