Enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnar
18.4.2009 | 21:04
Við erum að horfa upp á enn eitt klúður Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar. Þýðir ekkert fyrir þau að fela sig á bak við bankaráðin,
Annars er það með ólíkindum hversu fælin Jóhanna er á að ræða við andstæðinga sína um pólitík!
Jóhanna hefur vit á að boða forföll þegar hún er ekki ein með sviðið - og slær síðan um sig á fundum þar sem hún þarf ekki að svara fyrir ekki aðgerðir sínar. Gott dæmi er aðalfundur Seðlabankans þar sem Jóhanna getur slegið fram hverju sem er - án þess að þurfa að svara fyrir það. Eða ASÍ fundurinn þar sem hún ræðst að pólitískum andstæðingum sínum - með órökstuddum dylgjum - í trausti þess að þurfa ekki að svara fyrir sig.
Skynsamleg kosningabarátta hjá Samfylkingu - fela Össur algerlega - forða Jóhönnu frá pólitískri umræðu við aðra - en hampa henni þar sem hún hefur ein sviðið og þarf ekki að svara gagnrýnum spurningum - enda pólitík Jóhönnu á þunnum ís...
Minnir svolítið á forseta Venesúela ...
.. en verst af öllu er að Jóhanna hefur ekki áhuga á atvinnulífinu - sjá hér
![]() |
Ítrekar að kaupum sé aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)