Óskar Bergsson og Ólafur F. Magnússon sammála um opnun bókhalds borgarfulltrúa!

Borgarfulltrúarnir Óskar Bergsson og Ólafur Friðrik Magnússon eru sammála um að allir borgarfulltrúar upplýsi um öll fjárframlög sem þeir hefðu þegið frá fyrirtækjum og hagsmunatengdum aðilum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Þetta kom fram á fundi borgarráðs í dag þar sem Óskar Bergsson lýsti sig sammála tillögu Ólafs Friðriks sem lögð var fyrir borgarráð og hljóðar svo:

"Borgarráð telur brýna nauðsyn bera til þess að upplýst verði um öll fjárframlög til félaga og einstaklinga innan þeirra framboða sem fengu háa fjárstyrki frá fyrirtækjum og hagsmunatengdum aðilum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Borgarráð samþykkir því að beina þeim eindregnu tilmælum til frambjóðenda í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að þeir opni bókhald sitt þegar í stað."

Tillögunni var vísað til forsætisnefndar.

Það verður athyglisvert að sjá hvort Óskar og Ólafur Friðrik séu einu borgarfulltrúarnir sem telja að allir borgarfulltrúar skuli upplýsa um stuðning sem þeir fengu vegna framboða sinna - eða hvort aðrir borgarfulltrúar séu þeim sammála.

Eðlilega blaðamennska væri að spyrja oddvita allra flokkanna í borgarstjórn um afstöðu þeirra til þessarar tillögu.

Vonandi munu þeir félagarnir ná fram þessari tillögu þannig við fáum upp á borðið þessar upplýsingar frá ÖLLUM borgarfulltrúum.


Bloggfærslur 16. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband