Ráðgjafastofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum góð hugmynd
30.3.2009 | 22:52
Alþingi var að samþykkja mikilvægar breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti sem kveða á um greiðsluaðlögun einstaklinga. Það er mikilvægt ekki síst ástandinu eins og það er núna.
Annað mikilvægt skref í ástandinu eins og það er núna væri ef Alþingi samþykkti að setja á fót ráðgjafastofu fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum. Slíkt gæti eflaust hjálpað mörgum fyrirtækjum, ekki síst minni og millistórum fyrirtækjum að þreyja þorrann og viðhalda atvinnu.
Fimm þingmenn fjögurra flokka vilja einmitt að stofnuð verði ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum.
Um það er fjallað á visir.is þar sem segir meðal annars:
Við teljum að fyrirtæki í rauninni hafi ekki neinn stað til að leita til. Stofan er því bæði hugsað til að ráðleggja fyrirtækjum að halda áfram rekstri eða hætta rekstri til að takmarka skaðann," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Eygló telur nauðsynlegt að stofna slíka ráðgjafarstofu. Við erum að horfa á ofboðslega alvarlega stöðu," segir Eygló vísar í tölur Hagstofu Íslands um fjölda gjaldþrota máli sínu til stuðnings. Tölur sýna 70% aukningu í janúar og 38% aukningu í febrúar á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eygló segir að í fyrra hafi verið metár hvað varðar gjaldþrot fyrirtækja og ástandið sé því mjög alvarlegt.
![]() |
Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur réð ekki við borgina
30.3.2009 | 08:54
Það er rétt hjá Degi B. Eggertssyni að það ráða ekki allir við erfið mál. Sem dæmi um það er að Dagur B. Eggertsson réð ekki við að vera borgarstjóri. Dagur B. brást algerlega í að halda saman baklandinu sínu í borgarstjórn með þeim afleiðingum að hann missti meirihlutan úr höndunum.
Dagur fattaði nefnilega ekki að það var ekki nóg að vera flottur og fínn í fjölmiðlum í hlutverkinu leiðtoginn í Reykjavík - heldur þurfti hann líka að rækta garðinn sinn. Það klikkaði.
Það er ekkert sem bendir til þess að Dagur B. sé betur til þess fallinn nú en áður að halda saman meirihluta - en hver veit ...
![]() |
Dagur: Ráða ekki allir við erfið mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |