Gylfi segir ekki satt

Gylfi segir ekki satt. Svo einfalt er málið. Ég bauð mig fram gegn Vigdís i fyrsta sætið. Vigdísi var mjög brugðið eftir símtalið við Gylfa þar sem hann gerði henni ljóst að hún yrði að velja milli þess að taka 1. sæti Framsóknarflokksins ef hún hlyti það - eða starfsins hjá ASÍ.  Launalaust leyfi kæmi ekki til greina.

Vigdís valdi að taka sætið. Sótti því ekki um launalaust leyfi þar sem Gylfi hafði sett kostina afar skýrt upp við hana.

Væntanlega hafa Samfylkingarmennirnir á skrifstofu ASÍ ekki beðið um launalaust leyfi vegna kosningabaráttuna - væntanlega verða þeir bara á launum í kosningabaráttunni.

Það er ómaklegt hjá Gylfa að reyna að snúa sig út úr þessu máli með því að segja að:" ...enginn starfsmaður hafi óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor."

Vigdísi var aldrei gefinn kostur á því.

Þá veit Gylfi jafn vel og ég að Vigdís hafði ekki frumkvæði að fréttaflutningi um starfslok hennar hjá ASÍ, eins og Gylfi gefur svo ósmekklega í skyn í yfirlýsingu sinni. Heimild fréttamanns var annars staðar frá - en ljóst að margir voru afar hneykslaðir á afstöðu og afarkostum Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart framboði Vigdísar - og að líkindum sumir sem sitja nær Gylfa en Vigdís Hauksdóttir.


mbl.is Vísar á bug ásökunum um pólitískar ofsóknir og nornaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenna leiðréttingarleið Framsóknar í stað geðþóttaákvarðanna vinstri flokkanna

Það blasir við að núvarandi ríkisstjórn ætlar að byggja upp eigið fé ríkisbankanna með því að láta heimilin og atvinnufyrirtækin greiða að fullu verðtryggð lán sín til baka - þrátt fyrir að lánasöfnin hafi verið afskrifuð að stórum hluta við yfirfærsluna í nýju ríkisbankanna.

Það skýrir hatramma andstöðu og rakalausan málflutning ríkisstjórnar og forystu ASÍ gegn leiðréttingaráformum Framsóknarmanna sem vilja lækka lán fjölskyldna og atvinnufyrirtækjanna í landinu um 20%.

Það er hægt að að færa lánin niður um 20% - en þá getur ríkisstjónin ekki látið heimilin í landinu reisa við eigið fé ríkisbankanna af sama hraða og hana greinilega langar - og þá getur ríkisstjórnin heldur ekki handvalið hvaða Samfylkingarfyrirtæki eiga að lifa og hvaða fyrirtæki eiga að deyja.

Hvernig væri að blaðamenn spyrðu ráðherraliðið og forystu ASÍ um röksemdir - í stað órökstuddra upphrópana um að 20% leið Framsóknar kosti ríkið svo mikið.

Ég hef hvergi sé þá upphrópun rökstudda - enda er hún úr lausu lofti gripin!


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna undirbúa málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðunarfælni aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins

Ákvörðunarfælni heldur áfram að vera aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins en eins og alþjóð veit þá átti ákvörðunarfælni Sjálfstæðisflokksins og leiðtoga hans stóran þátt í því efnahagshruni sem við upplifum núna.

Nú snýst ákvörðunarfælnin að Evrópusambandinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kjark til að taka ákvörðun um hvort kanna skuli kosti Íslendinga með aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn er því hinn raunverulegi leiðtogi aðildarviðræðna við Evrópusambandið með skýrri stefnu sinni þar sem mælt er með aðildarviðræðum með mjög skýrum skilyrðum.

Samfylkingin er ónothæf í að leiða aðildarviðræður þar sem þau annars ágætu stjórnmálasamtök vilja ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar og getur því ekki staðið í raunverulegum samningaviðræðum. Samfylking gæfi allt eftir til að komast inn.

VG er hins vegar á móti aðild að Evrópusambandinu en útilokar ekki aðildarviðræður.


mbl.is Engin tillaga í ESB-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband