Framsóknarmennirnir í ESB taka Íslandi opnum örmum
9.2.2009 | 22:08
Diana Wallis varaforseti Evrópuþingsins og hinir Framsóknarmennirnir í Evrópusambandinu taka Íslandi opnum örmum með aðildarumsókn að sambandinu. Framsóknarmennirnir skilja sérstöðu Íslands og styðja okkur í því að "...íslenskur útvegur þrífist og blómstri, .'
Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB hefur gefið það sama í skyn.
Reyndar er einhver lurkur í íhaldsmönnunum - en það skiptir bara engu máli.
Það er því rétt og nauðsynlegt að sækja um aðild að ESB eftir kosningar í vor - þegar sænskir Framsóknarmenn - sem eru í stjórn með sænskum íhaldsmönnum í Svíþjóð - eru við stjórnvölinn í Evrópusambandinu - og tékka á því hvort við náum ekki ásættanlegum samningum.
Ef ekki - þá segjum við bara nei!
![]() |
Styður aðildarumsókn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngunin að kefla mann og annan
9.2.2009 | 08:42
Ég skal viðurkenna að það hafa komið stundir þar sem ég hef hugsað hvort ekki væri rétt að Vilhjálmur talaði minna. En að þvinga manninn til þess að þegja - í krafti fjármagns - það er náttúrlega galið.
Þetta kemur mér ekki alveg á óvart - ég var sjálfur ekki mjög vinsæll hjá stóru bönkunum þegar ég varði Íbúðalánasjóð með kjafti og klóm - og benti á veikleika í útlánaþenslu bankanna og gagnrýndi Seðlabankann fyrir aðgerðarleysi og rangar ákvarðanir sem nú hafa komið okkur um koll.
Ég er viss um að bankarnir hefðu viljað sjá okkur báða keflaða á tímabili.
En maður á að segja það sem manni finnst!
![]() |
Vildu Vilhjálm Bjarnason burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |