Framsóknarmennirnir í ESB taka Íslandi opnum örmum

Diana Wallis varaforseti Evrópuþingsins og hinir Framsóknarmennirnir í Evrópusambandinu taka Íslandi opnum örmum með aðildarumsókn að sambandinu. Framsóknarmennirnir skilja sérstöðu Íslands og styðja okkur í því að "...íslenskur útvegur þrífist og blómstri,“ .'

Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB hefur gefið það sama í skyn.

Reyndar er einhver lurkur í íhaldsmönnunum - en það skiptir bara engu máli.

Það er því rétt og nauðsynlegt að sækja um aðild að ESB eftir kosningar í vor - þegar sænskir Framsóknarmenn - sem eru í stjórn með sænskum íhaldsmönnum í Svíþjóð -  eru við stjórnvölinn í Evrópusambandinu - og tékka á því hvort við náum ekki ásættanlegum samningum.

Ef ekki - þá segjum við bara nei!


mbl.is Styður aðildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngunin að kefla mann og annan

Ég skal viðurkenna að það hafa komið stundir þar sem ég hef hugsað hvort ekki væri rétt að Vilhjálmur talaði minna. En að þvinga manninn til þess að þegja - í krafti fjármagns - það er náttúrlega galið.

Þetta kemur mér ekki alveg á óvart - ég var sjálfur ekki mjög vinsæll hjá stóru bönkunum þegar ég varði Íbúðalánasjóð með kjafti og klóm - og benti á veikleika í útlánaþenslu bankanna og gagnrýndi Seðlabankann fyrir aðgerðarleysi og rangar ákvarðanir sem nú hafa komið okkur um koll.

Ég er viss um að bankarnir hefðu viljað sjá okkur báða keflaða á tímabili.

En maður á að segja það sem manni finnst!


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband