Kaupþing stórgræðir á uppgreiðslu lána

Það hljómar afar vinsamlega þegar Kaupþing ákveður að veita lántakendum íbúðalána tímabundinn afslátt af uppgreiðslugjaldi, en sannleikurinn er sá að Kaupþing hagnast verulega á uppgreiðslum.

Ef réttlæti hefði ríkt hjá bönkunum á sínum tíma þá hefði einungis átt að greiða uppgreiðslugjald ef vaxtastig á íbúðalánum væri lægra þegar lánið var greitt upp en þegar lánið var tekið, því ef vaxtastigið er hærra við uppgreiðslu en lántöku þá er bankinn að græða.

Ástæðan er einföld. Ef viðskiptavinur bankans er með lán á 4,15% vöxtum og greiðir það upp þegar bankinn getur nýtt peningana til þess að lána nýjum viðskiptavinum sömu peninga á 6,65% vöxtum eins og vextir íbúðalána bankans eru núna, þá hagnast bankinn um vaxtamuninn sem er 2,5%.

Nú skulið þið reikna hvað 2,5% vextir af 20 milljón króna láni eru á ári.

Já, það er rétt hjá ykkur hvort sem þið trúið því eða ekki. Bankinn er að hagnast um 500 þúsund krónur á ári til að byrja með. Án uppgreiðslugjalds.

Uppgreiðslugjald af 20 milljón króna láni hefur hingað til verið 2%.  Því hefur fólk þurft að greiða 400 þúsund krónur í uppgreiðslugjald af 20 milljón króna láni. 

"Kostaboð" Kaupþings felst því í að nú þarf fólk ekki að borga "nema" 200 þúsund krónur í uppgreiðslugjald svo bankinn geti hagnast um 500 þúsund krónur til viðbótar á árinu.

Gróði bankans á fyrsta ári af 20 milljón króna láni er því "einungis" 700 þúsund á fyrsta ári og 500 þúsund á öðru ári í stað 900 þúsund króna á fyrsta ári. Gróði bankans er um 500 þúsund krónur á næsta ári einnig og svo örlítið minna árið þar á eftir.

Það kostulega er náttúrlega að Nýja Kaupþing er ekki að greiða fjármögnunarlánið af íbúðaláninu, það er  gamla Kaupþing sem situr upp með þá skuld!

Já, öðlingar eru þeir í Nýja Kaupþingi!


mbl.is Gildandi vextir haldast við yfirtöku íbúðalána Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna getur sjálfri sér um kennt!

Jóhanna Sigurðardóttir situr nú í eigin pytti þegar hún er ósátt við flokksfélaga sinn Ásmund Stefánsson sem bankastjóra Landsbankans.

Hún og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks höfðu á sínum tíma alla burði til þess í krafti þess að ríkið á allt hlutafé ríkisbankanna að skipa ríkisbönkunum að taka upp sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og Íbúðalánasjóður.

Þess í stað voru send út veimiltítuleg tilmæli sem ekki var fylgt eftir og bankarnir hunsuðu. Það var ekkert gert við þeirri hunsun. Bankarnir komust upp með moðreyk. Jóhanna gerði ekkert í því sem félagsmálaráðherra.

Nú halda bankaráðin og bankarnir því - eðlilega - að þeir þurfi ekki að hlusta á ríkisstjórnina og hvað þá að hafa samráð við hana. Því er Ásmundur ráðinn án samráðs.

Jóhanna getur því sjálfri sér um kennt.


mbl.is Óánægð með Landsbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Landsdómi beitt vegna afglapa ráðherra síðustu ríkisstjórnar?

Verður Landsdómi beitt vegna afglapa ráðherra síðustu ríkisstjórnar? Er loksins komi tími til að draga ráðherra til ábyrgðar vegna alvarlegra misstaka og misbeitingu?

Þetta kom upp í hugan þegar ég las hatramma varnargrein Kjartans Gunnarssonar - fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmanns í Landsbankanum og þannig ábyrgðaraðila fyrir IceSave klúðrinu - þar sem tekinn er upp hanskinn fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra.

Kjartan hótar nánast Jóhönnu Sigurðardóttur Landsdómi þegar hann - réttilega - bendir á að Jóhanna hafi borið fulla ábyrgð á stefnu og starfsemi Seðlabankans.

Kjartan segir:

„Það er mjög mikilvægt á erfiðleikatímum eins og þessum að missa ekki virðinguna fyrir lögum og rétti. Hin nýja minnihlutastjórn komst til valda í skjóli ofbeldis, sem kunnugt er. Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra, og það er á beinni pólitískri og lagalegri ábyrgð hennar, ef hún ákveður að reka Davíð Oddsson úr embætti seðlabankastjóra, eins og hún hefur boðað. Hún getur ekki reynt að skjóta sér undan þeirri ábyrgð, en ákvæði um Landsdóm í íslensku stjórnarskránni eru meðal annars hugsuð til að koma lögum yfir ráðherra, sem misbeita valdi sínu stórkostlega“

En þótt Kjartan hafi dregið upp hótunina um Landsdóm gagnvart Jóhönnu - þá má spyrja:

Gætu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins jafnt sem Samfylkingar hafi mögulega brotið svo af sér að vert sé að dusta rykinu af Landsdómi?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband