Framsóknarmaðurinn Olli Rehn stendur fast með Íslandi hjá ESB
5.2.2009 | 14:34
Framsóknarmaðurinn og minn gamli samherji í stjórn NCF, Finninn Olli Rehn stækkunarstjóri ESB, stendur fast með málstað Íslands hjá Evrópusambandinu þótt hægrimenn séu ekki eins jákvæðir gegn okkur.
Hægri maðurinn Hans-Gert Pöttering, forseti Evrópuþingsins fékk hland fyrir hjartað þegar Olli ítrekaði að Ísland væri velkomið í Evrópusambandið og gæti jafnvel gengið í það árið 2011.
Olli svarar Hans-Gert fullum hálsi:
Öll Evrópuríki sem mæta skilyrðunum um lýðræði og löggjöfina og framkvæmir þau í reynd, geta sótt um aðild að ESB. Ísland fellur betur undir þessa skilgreiningu heldur en Balkanlöndin til dæmis, sagði Olli Rehn í viðtali í Helsinki Sanomat.
Stækkunarstjórinn bendir á að Ísland fullnægi nú þegar öllum lýðræðislegum skilgreiningum ESB. Það sé einnig aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og að minnsta kosti tveir þriðju af löggjöf ESB sé þar þegar í gildi.
Rehn gerir ráð fyrir að með því að Ísland hefji umsóknarferlið og vilji til að gangast undir skilgreingu aðildar á evrusvæðinu gæti einnig ýtt undir stöðugleika í efnahagsmálum landsins sem nú glími við alvarlegan vanda á því sviði.
Það er gott að eiga góða Framsóknarmenn að í Brussel þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið, aðildarviðræður sem eru okkur mikilvægar og forsenda þess að við getum tekið málefnalega afstöðu til þess hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki.
![]() |
Olli Rehn stendur fast á sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dómsmálaráðherra fangi í sandkassaleik Samfylkingar og íhalds
5.2.2009 | 12:57
Það var sorglegt að sjá nýjan dómsmálaráðherra nánast sem fanga í sandkassaleik Samfylkingar og íhalds í þinginu í morgun. Ekki hvað síst þar sem Ragna Árnadóttir var að halda jómfrúarræðu sína á Alþingi. Ragna gefur af sér góðan þokka og mér lýst vel á hana sem dómsmálaráðherra í bráðbirgðastjórninni. Hrýs hugur við tilhugsunina um að sjá Lúðvík Bergsson í hennar sporum!
Talandi um Lúðvík Bergsson þá hélt hann sem formaður þingflokks Samfylkingar samsvarandi frumvarpi og dómsmálaráðherra mælit nú fyrir í gíslingu í síðustu ríkisstjórn. Reyndar hefur Björn Bjarnason lagt fram frumvarp sem fyrri ríkisstjórn var með tilbúið - en var fast í gíslingu Lúðvíks.
Frumvarp dómsmálaráðherra er nánast afrit af frumvarpi Björns - enda fóru Sjálfstæðismenn og Samfylkingarmenn að slást um hvor ætti betra frumvarp!
Reyndar er málefni gott, enda varð það hinn réttsýni Framsóknarmaður Jón Sigurðsson sem setti nefnd í að vinna málið á sínum tíma!
![]() |
Mælt fyrir frumvörpum um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var það þetta það sem við þurftum á að halda?
5.2.2009 | 10:32
"The spat between Britain and Iceland over the collapse of the Icelandic banking industry is starting to make the Cod War look like a convivial fish supper. The Treasury is spitting that it was not consulted over attempts to put a company that owns large swaths of the British high street into administration. "
Þannig hljóðar inngangur að veffrétt breska blaðsins Times.
Var það þetta sem við þurftum á að halda núna?
Hefur Jón Ásgeir eitthvað til síns máls þegar hann segir að Landsbankinn og Glitnir séu að starta "brunaútsölu aldarinnar" með aðgerðum sínum sem hann telur að hafa verið óþarfar og gerðar vegna kröfu Davíðs Oddsdsonar um að " Baugur fari á undan honum".
Ég hef ekki forsendur til að meta það á þessari stundu - en mér fannst Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans trúverðugur í gær þegar hann sagði ekkert slíkt liggja að baki - en erum við að gera enn ein mistökin í bankamálum?
![]() |
Krefjast upplýsinga um Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)