Lausnin er að bíða í tvo daga

Lausnin er einföld fyrst meirihluti viðskiptanefndar vill bíða eftir skýrslu ESB. Bíða í tvo daga. Davíð tveimur dögum lengur í Seðlabankanum munar ekki öllu úr því sem komið er. Óþarfi að fara af límingunum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klækjastjórnmálamaðurinn Dagur B. í stuði

Dagur B. Eggertsson er afar duglegur í fréttatilkynningum þessa dagana.

Efni þeirra er svona og svona - en þar er oft gefið í skyn að Samfylkingin hafi einhverja sérstöðu um hin ýmsu mál. Tillögur að siðareglum vill hann núna gera að sérstöku máli Samfylkingar og gefur í skyn að Framsóknarmenn dragi lappirnar - án þess að segja það beint.

Sannleikurinn er reyndar sá að við í borgarstjórnarflokki Framsóknar vorum að fá tillögu að siðareglum í hendurnar í dag og munum taka afstöðu til þeirra á vikulegum fundi okkar á mánudaginn næsta.

Þá er vert að minna á að það var Framsóknarflokkurinn sem gekk fram fyrir skjöldu á Alþingi á sínum tíma og birti opinberlega eignir og eignatengsl þingmanna sinna.

Reyndar er fyrirsögn fréttar mbl.is villandi - því það er verið að ræða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg - en ekki siðareglur Framsóknarflokksins.

En það er vert að upplýsa að Framsóknarflokkurinn er með í undirbúningi siðareglur fyrir flokksmenn sína.

Eftirfarandi var samþykkt á síðasta flokksþingi:

Ályktun um siðareglur Framsóknarflokksins

Markmið

Að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi í siðbót íslenskra stjórnmála.

Leiðir

Að Framsóknarflokkurinn setji siðareglur fyrir þá sem starfa í umboði flokksins.

Fyrstu skref

Framkvæmdastjórn flokksins skipi nefnd sem vinni drög að siðareglum Framsóknarflokksins.

Þeirri vinnu skal vera lokið fyrir næstu kosningar. Í nefndinni skulu eiga sæti 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmasamband, þó tveir fyrir Reykjavík, og einn fulltrúi frá hvoru sérsambandi flokksins.

Framkvæmdastjórn skipar sjálf formann nefndarinnar.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðið fast hlutfall tekna fari í afborganir íbúðalána

Það er ljóst að greiðslubyrði almennings af lánum hefur stóraukist og fjölmörg heimili eru að sligast.  Fjölomörg heimili eru að greiða miklu meira en fjórðung innkomu sinnar í afborganir og vextir af lánum.

Ég hef sett fram aðgerð sem getur skipt sköpum fyrir heimilin sem eru að sligast undan greiðslubyrðinni.

Hef talað fyrir þessari leið frá því í haust - meðal annars á blogginu. Setti hugmyndina í minnisblað þegar ljóst var að ný ríkisstjórn væri að komast á koppinn. Birti þetta enn einu sinni:

Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána

 Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir.  Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum. 

Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu

 Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar  20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall.  Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins. 

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum.  Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.

Gjaldeyrislán

Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um  hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.  

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs.


mbl.is Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband