Athyglisvert væri að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis

Það væri athyglisvert að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis þegar bankastjórar Seðlabanka Íslands mæta til að ræða um bankann, skipulag yfirstjórnar, peningastefnunefnd og um frumvarp að nýjum lögum um Seðlabankann.

En fluga er ég ekki og verð því að geta mér til um umræðurnar.

Kannske fáum við samt einhverjar fréttir af fundinum - hver veit!


mbl.is Seðlabankastjórar funda með viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?

Eigum við að fá búlgarska listamanninn Christo til að pakka tónlistarhúsinu við höfnina inn á meðan við söfnum peningum til þess að klára framkvæmdirnar við húsið? Christo hefur pakkað inn mörgum byggingum - til dæmis þýska Reichstag.

Þannig hefði tónlistahúsið fullt listrænt gildi og drægi að ferðamenn þótt það sé hálfklárað!

101847-004-B8B7CBD0

Tónlistarhúsið við höfnina hefur verið í umræðunni enda kostnaður við að halda áfram byggingu þess mikill.

Ríkið og Reykjavíkurborg er í viðræðum við Landsbankann um áframhaldandi framkvæmdir.

Auðvitað þarf að klára tónlistarhúsið og ekki má gleyma að vinna við húsið er atvinnuskapandi - ekki veitir af - þótt við teldum kannske önnur verkefni brýnni um þessar mundir - nú þegar verið er að skera niður hvarvetna í opinbera geiranum.

En afhverju ekki að hinkra aðeins með framkvæmdirnar - og pakka húsinu inn - svona í eitt sumar eða svo!

Listamaðurinn Christo pakkaði inn þýska Reichstag - sjá mynd að ofan.


Bætir þingið gölluð frumvörp?

Það verður spennandi að sjá hvort Alþingi bætir úr ágöllum sem eru á frumvarpi um Seðlabankann og frumvarpi um greiðsluaðlögun. Ég hef reyndar trú á að það munui gerst og að Alþingi afgreiði vönduð lög um hvorutveggja.

Ágallar á Seðlabankafrumvarpinu eru augljósir eins og athugasemdir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - og Framsóknarmanna - sýna berlega.  Úr þeim ágöllum er verið að vinna í góðri samvinnu fulltrúa minnihlutastjórnarinnar og allavega Framsóknarflokksins.

Ágallar á lögum um greiðsluaðlögun eru þeir að ákvæði laganna gera ekki ráð fyrir að undir þau falli veðlán hjá fjármálastofnunum öðrum en þeim sem eru í ríkiseigu.  Þessu ber að breyta.

Vænti þess að þingið geri einnig nauðsynlegar bætur á greiðsuaðlögunarfrumvarpinu og afgreiði vönduð lög um þetta mikilvæga málefni.


Bloggfærslur 16. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband