Gylfi vill evruna eins og ég - þótt ég sætti mig við færeysku krónuna!
12.2.2009 | 22:30
Talandi um íslenskan Seðlabanka - þá er merkilegt að sjá íslenska viðskiptaráðherrann halda því fram að rökréttast væri að taka upp evruna.
Ég er reyndar sammála Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra um þetta og finnst hugmynd hans með því jákvæðasta sem komið hefur fram frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Eftirfarandi frétt var á www.dv.is:
"Rökréttast væri fyrir Ísland að taka upp evruna, fremur en tengjast norsku krónunni, til að endurreisa efnahagslegan stöðuleika þjóðarinnar. Þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.
Gylfi segir að skiptar skoðanir séu hér á landi um inngöngu í Evrópusambandið, sérstaklega vegna sjávarútvegsstefnu sambandsins sem Íslendingum hugnist mörgum hverjum illa.
En ef við viljum trúverðugan gjaldeyri með trúverðugan seðlabanka að baki honum þá virðist sem svo að evran sé rökréttasta skrefið, er haft eftir Gylfa á Reuters. Það eru aðrir möguleikar í stöðunni eins og einhverskonar samkomulag við Noreg en það er langsótt að mínu mati."
Reyndar sætti ég mig við færeysku krónuna, sem er beintengd við dönsku krónuna sem er tengd við evruna!
![]() |
Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég sé ekki betur en að Framsóknarmenn hefðu átt að bíða enn lengur eftir að ganga endanlega frá vilyrði sínu um að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar vantrausti, en eins og alþjóð veit þá vildu Framsóknarmenn sjá raunhæfa aðgerðaráætlun VG og Samfylkingar áður en gengið yrði formlega frá vilyrði um að verja minnihlutastjórnina falli.
Slík aðgerðaráætlun leit ekki dagsins ljós - og hefur ekki gert það enn!
Það er vert að rifja upp að á sama tíma og þingflokkur Framsóknarflokksins fékk "aðgerðaráætlun" fyrirhugaðrar ríkisstjórnar í hendur voru klækjastjórnmálamenn Samfylkingarinnar - með framkvæmdastjóra þessara regnhlífarsamtaka í fararbroddi - komnir á fullt í fjölmiðlum og í samfélaginu í áróðursherferð gegn Framsóknarmönnum sem sagðir voru draga lappirnar gegn myndun ríkisstjórnar - áður en unnt var að meta svokallaða "aðgerðaráætlun" VG og Samfylkingar.
Slíkir klækjastjórnmálamenn eru reyndar í essinu sínu hjá sömu flokkum í borgarstjórn en það er annað mál.
Niðurstaða Framsóknarmanna var sú að þótt "aðgerðaráætlun" VG og Samfylkingar væru hvorki fugl né fiskur - þá myndi flokkurinn verja minnihlutastjórn þessara flokka vantrausti - í trausti þess að ríkisstjórnin myndi fljótlega leggja fram raunhæfa aðgerðaráætlun til stuðnings heimilunum og atvinnulífi.
Því miður þá hefur minnihlutastjórnin ekki staðið undir væntingum. Líklega hefði það verið betra fyrir þjóðina að Framsóknarmenn hefðu verið staðfastari - og krafið núverandi ríkisstjórnarflokka um raunhæfa aðgerðaráætlun áður en gengið væri frá stjórnarsamstarfinu - í stað þess að treysta á að VG og Samfylking inni eftir slíkri áætlun.
Mér virðist alla vega að minnihlutastjórnin hafi svikið þjóðina um slíka raunhæfa áætlun.
![]() |
Niðursveiflan meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
Áfram, ekkert stopp í málefnum utangarðsfólks í Reykjavík!
12.2.2009 | 13:58
Mikill árangur hefur náðst í málefnum utangarðsfólks í Reykjavík á undanförnum mánuðum og á næstunni munu verða tekin afar mikilvæg skref í heilbrigðis- og félagsþjónustu utangarðsfólks á grunni stefnu Velferðarráðs Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks.
Þetta kom meðal annars fram á morgunverðarfundi samráðshóps um málefni heimilislausra í morgun.
Ég er stoltur yfir því að eiga þátt í þessi starfi á sama tíma og ég geri mér grein fyrir að mörg stór skref eru framundan, ekki hvað síst hvað varðar úrlausnir fyrir heimilislausar konur.
Meðal jákvæðra hluta sem unnið hefur verið að á undanförnu er opnun fjögurra smáhýsa fyrir utangarðsfólks þar sem fólkið hefur fengið varanlega búsetu, fjölgun plássa í gistiskýli, samningur við SÁÁ um allt að 20 búsetuúrræði með miklum félagslegum stuðningi, tilkoma iðjuþjálfunar fyrir utangarðsfólk á vegum Velferðarsviðs í dagsetri Hjálpræðishersins þar sem Velferðarsvið leggur til iðjuþjálfa í 1/2 stöðugildi, nýtt 1/2 stöðugildi hjúkrunarfræðings og nýtt 1/2 stöðugildi félagsráðgjafa sem sinna skulu utangarðsfólki á vettvangi - en gert er ráð fyrir að á næsta ári verði stöðugildin heil.
Þá kom fram að Velferðarráð hyggst koma á fót nýjum búsetuúrræðum fyrir konur næsta vetur og að í gangi sé greiningar og undirbúningsvinna vegna þess. Einnig kom fram að í undirbúningi er sérstök úttekt á stöðu ungs heimilislauss fólks til þess að undirbúa markvissa aðstoð við það þar sem erfiðlega hefur gengið að ná til þess hóps .
Í fréttum ríkisútvarpsins í dag var frétt um að heimilislausar konur með geðrænan vanda dagi uppi á geðdeildum Landspítalans sökum skorts á búsetuúrræðum í borginni. Þarna er sjónum beint að ákveðnum vanda sem verður að taka á, en í viðtali við deildarstjóra á sértækri geðdeild Landspítalans kom fram að nýgengi í hóp kvenna með geðrænan vanda og vímuefnavanda sé mikið og þörf sé á húsnæði og stuðningi við þennan ört stækkandi hóp.
Reyndar kom það skýrt fram á fundinum að verið er að vinna að málefnum utangarðskvenna hjá Reykjavíkurborg og að nú standi yfir á vegum Velferðarsviðs greiningarvinna og undirbúningsvinna fyrir ný búsetuúrræði fyrir konur sem gert ráð fyrir að verði tekið í gagnið næsta vetur.
Þrátt fyrir að fréttamaðurinn hafi setið morgunverðarfundinn taldi hann ekki ástæðu til þess að halda þessari vinnu Velferðarsviðs og áformum um ný búsetuúrræði fyrir konur til haga - né að draga fram þær mikilvægu úrbætur sem gerðar hafa verið í málefnum utangarðsfólks að undanförnu og þær mikilvægu aðgerðir sem koma til framkvæmda á næstu vikum.
Mér hefði þótt ástæða til þess að geta þess mikla jákvæða sem er í gangi í málaflokknum - en ekki einungis einblína á þau verkefni sem skemur eru komin - en eru þó í undirbúningi og vinnslu.
Svona er nú fréttamat fólks misjafnt!
En málefnið sem fjallað var um í fréttinni er mikilvægt og ástæða til að beina sjónum að því. Þar liggur mikilvægt verkefni sem þarf að leysa!
Hjálparsamtök dýrmæt fyrir samfélagið
12.2.2009 | 10:51
Samtök eins og Hjálparstofnun kirkunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru okkur Íslendingum ómetanleg. Mikilvægi þeirra kemur enn frekar í ljós þegar harðnar á dalnum.
Við í Velferðarráði ákváðum að hækka styrki til einmitt þessara stofnana þegar við skiptum takmörkuðum styrkjapotti til aðilja sem vinna að velferðarmálum nú í vikunni.
Það hefði verið æskilegt að veita hærri styrki en fjármagn er því miður takmarkað.
En við eigum að vera þakklát fyrir það mikla óeigingjarna starf sem unnið er af samtökum sem þessum.
![]() |
152% fjölgun umsókna eftir neyðaraðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |