Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?

Við aðstæður sem þessar á fjölgun atvinnutækifæra að vera forgangsmál ríkisstjórnar Íslands. Mér hefur þótt vanta nokkuð upp á að ríkisstjórnin uppfylli þessa skyldu sína. Það skiptir líka miklu máli að fólk hafi atvinnu og eitthvað fyrir stafni.

Ég hef bent á einfalda aðgerð sem felur ekki í sér bein útgjöld ríkisins. Það er að Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár . Það væri lítið, en mikilvægt skref í þessa átt,

Það hefur stundum verið talað um "atvinnubótavinnu" með niðrandi tón. Það er misskilningur. Það er betra að hafa fólk í vinnu á launum sem eru eitthvað hærri en atvinnuleysisbæturn en að hafa fólk á arvinnuleysisbótum!

Atvinnuleysið núna er öðruvísi en við höfum áður upplifað. Það er mikið af vel menntuðu fólki með fjölbreytta reynslu sem hefur tapað vinnunni.  Það gefur möguleika á fjölbreyttari atvinnubótavinnu en ella - atvinnubótavinnu sem getur skilað miklu til samfélagsins!

Ég ætla að þessu sinn að nefna einungis eitt dæmi um vinnu sem unnt væri að setja af stað. Rafræn skráning, flokkun og skönnun hundruð þúsunda skjala á söfnum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga sem ekki enn hafa verið skráð.

Nei, ég ætla að að nefna annað!

Skógræktarátak! Okkur veitir ekki af að vinna okkur inn aukið svigrúm í losunarkvótum framtíðarinnar.  En ég undirstrika að það þarf að fara afar varlega í val á svæðum undir skógrækt.

Endilega komið með hugmyndir að fleiri verkefnum sem rétt væri að vinna - kannske rankar ríkisstjórnin við sér!


mbl.is Yfir 10 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga

Þau svæði sem nú eru skilgreind sem 6 heilbrigðisstofnunarsvæði eru eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga á Ísldandi. Framtíðarsveitarfélaga sem taki alfarið að sér rekstur heilbrigðisþjónustu og þjónustu við fatlaðra ásamt öllum þeim málaflokkum sem varða nærþjónustu við íbúana.

Að sjálfsögðu eiga framtíðarsveitarfélögin að fá skatta greidda beint til sín og i ríkinu síðan útsvar til að standa undir sameiginlegri þjónustu.

Að sjálfsögðu eiga öll þau verkefni sem ríkið getur með góðu móti komið til framtíðarsveitarfélaganna 6 að flytjast til framtíðarsveitarfélaganna.

Að sjálfsögðu er jafnframt rétt að skilja milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins þannig að ráðherrar í ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi og Alþingi endurreist sem sjálfstæð stofnun. Það má nefnilega deila um að Alþingi sé sjálfstæð stofnun um þessar mundir - það virðist eingöngu afgreiðslustofnun ríkisstjórnarinnar og embættismanna ráðuneytanna.

Já, og svo ítreka ég að skipulagsbreyting heilbrigðisráðherra er afar athyglisverð og gefa ný tækifæri í þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Sjá:

Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra


mbl.is Sameining stofnana mætir harðri andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband