Fyrst kom Bjarni Ármanns með 100% lán - síðan Íbúðalánasjóður með 90%

Bjarni Ármannsson ætti að rifja upp atburðarás ársins 2004 áður en hann ræðir hana á opinberum vettvangi. Það er rétt að gagnrýna Kaupþing fyrir að hefja lánveitingar á  80% fasteignalánum í ágústmánuði 2004 á niðurgreiddum vöxtum án þess að hafa fjármagnað þau til fulls.

Bjarni gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir 90% lán.

Það er rétt að halda því til haga og minna Bjarna á að áður en til 90% lána Íbúðalánasjóðs kom hafði Bjarni sjálfur boðið viðskiptavinum sínum - fyrst 80% lán - og síðan 100% lán til Íbúðakaupa.

Bjarni vissi árið 2004 mæta vel að ekki stóð til að innleiða 90% Íbúðalánasjóðs fyrr en vorið 2007 - ef efnahagslegar aðstæður leyfðu.

Bjarni hefði átt að halda því til haga að Íbúðalánasjóður fékk ekki lagaheimild til allt að veita allt að 90% lán fyrr en í desember 2004 - löngu eftir 100% lán bankanna. Einnig að lán Íbúðalánasjóðs takmörkuðust af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð og voru því sjaldnast raunveruleg 90% lán.  Lán Bjarna og bankanna takmörkuðust hins vegar ekki við brunabótamat - og engar hámarksfjárhæðir.

Einnig hefði Bjarni átt að minnast á að ástæða þess að Íbúðalánsjóður hóf að veita 90% lán í desember 2004 en ekki vorið 2007 var sú að bankarnir höfðu að engu tekið tillit til efnahagsástandsins og þenslunar í taumlausum útlánum sínum þar sem krafa var gerð að lán Íbúðalánsjóðs yrðu greidd upp - og því skipti engu máli hvort hófleg lán Íbúðalánasjóðs væru 90% eða lægri. Bankarnir tryggðu öllum - nema landsbyggðinni - 90% - 100% lán - þannig að þensluáhrif ÍLS lána voru engin - umfram það ástand sem bankarnir höfðu þegar skapað.

Rétt skal vera rétt.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Það ætti að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að skapa atvinnutækifæri. Ein leið í þá átt er að   Íbúðalánasjóður lækki fjárhæð endurbótalána og gefa kost á að ný endurbótalán séu afborgunarlaus í 3 ár svo fremi sem ásættanlegt veðrými sé til staðar.

Það er töluvert af íbúðarhúsnæði sem þarfnast viðhalds. Nú er rétti tíminn til að fara í slíkt viðhald.  Í ástandinu eins og það er nú er ljóst að minna þarf að greiða fyrir vinnulið þar sem iðnaðarmenn sætta sig við lægri laun nú en áður. Þakka fyrir það að hafa verkefni.

Með hverju viðhaldsverkefni er komið í veg fyrir að iðnaðarmenn sem annars kynnu að missa vinnuna og lenda á atvinnuleysisbótum fá dýrmæta vinnu og unnið er að nauðsynlegu viðhaldi sem viðheldur verðgildi húsnæðisins til lengri tíma.

Á sama hátt gætu slík endurbótalán hentað fólki sem misst hefur vinnuna - vonandi tímabundið - en á húseignir sem þarfnast viðhalds og bera aukna veðsetningu.  Í stað þess að hafa ekkert fyrir stafni getur það fólk unnið sjálft að viðhaldi eigin eigna, fær lán er stendur undir kaupum á efni og til að greiða iðnaðarmönnum fyrir verk sem það getur ekki unnið sjálft.  Eigið vinnuframlag gæti dekkað þau 20% kostnaðar sem lántaki þarf að leggja á móti 80% hluta sem endurbótalánið dekkar.

Að sjálfsögðu getur verið ákveðin áhætta fyrir lántakandann og Íbúðalánasjóð ef ekki rætist úr atvinnuástandinu og efnahagsástandinu á 3 árum þegar byrjað verður að greiða af lánunum - en það er áhætta sem er þess virði að taka fyrir flesta - og örugglega fyrir ríkið!

Hvað varðar fasteignalánamarkaðinn, þá er ljóst að hann mun verða hægur á næstu mánuðum. Markaðurinn mun væntanlega braggast örlítið þegar almenn verðlækkun á húsnæði verður að fullu komin fram, fjármagnseigendur fara að veðja á að botninum sé náð og sjá fram á hagnað þegar fasteignaverð fer að hækka að nýju.

PS. Núverandi reglur um afgreiðslu endurbótaláns eru á þann veg að nýju láni meðtöldu mega lán sem hvíla á fyrri veðréttum ekki fara umfram 20 milljónir samtals. Í ljósi ástandsins kæmi vel til greina að hækka þetta hámark - tímabundið -  þegar um er að ræða endurbótalán.


mbl.is Veltan minnkar um 77,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frístundakort á frístundaheimili mikilvæg búbót í kreppunni

Það er afar jákvætt í núverandi efnahagsástandi að foreldrar í Reykjavík geti greitt fyrir dvöl barna sinna á frístundaheimilum með frístundakortinu, sem mætti kalla Framsóknarkortið þar sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir innleiðingu þess.

Vinstri grænir í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að unnt sé að nota frístundakortin fyrir frístundaheimilin og eiga heiður skilið fyrir legg

Það er gott að borgarráð náði saman um þessa tillögur Vinstri grænna og ber það vott um breytt vinnubrögð í borginni frá því sem áður var. Nú er áhersla lögð á samvinnu og samstarf meirihluta og minnihluta. Á grunni þess hefur náðst betri árangur á flestum sviðum, þó að sjálfsögðu séu ákveðin mál þar sem ágreiningur er það mikill að ekki næst sameiginleg niðurstaða.


mbl.is Hægt að greiða vistun á frístundaheimili með frístundakorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óverjandi ofbeldi Ísraela kosta börnin lífið!

Ofbeldi Ísraela er óverjandi þegar fyrirséð er að stór hluti fallinna Palestínumanna verða börn og almennir borgarar. Þetta verður að stöðva.

Þá er ég ekki að mæla bót árásum Hamas á ísraelska borgara sem eru jafn vítaverðar.

Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna

Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas


mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband