Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík
31.1.2009 | 15:17
Framundan eru spennandi tímar í íslensku samfélagi. Krafa þjóðarinnar um breytingar og beinna lýðræði er áberandi. Það er í anda þess sem ég hef lagt áherslu á í gegnum tíðina.
Ég hef tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúman aldarfjórðung. Grundvallarhugsjónir og stefna Framsóknarflokksins hafa gegnum tíðina fallið að hugmyndafræði minni.
Ég hef hins vegar alla tíð gagnrýnt það sem mér hefur fundist ámælisvert í framkvæmd grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og barist fyrir hugsjónum mínum og hugmyndum um betra samfélag.
Á sögulegu flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í þessum mánuði var nýtt upphaf markað og nýjar línur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tekist til og að framtíð Framsóknarflokksins sé björt undir ferskri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem vakið hefur von Íslendinga um nýja og sanngjarnari tíma í íslenskum stjórnmálum.
Ég hef því ákveðið í samráði við fjölskyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokksins í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þessi ákvörðun mín er tekin að vel yfirlögðu ráði og réði einkum tvennt því að ég ákvað að sækjast eftir þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn.
Í fyrsta lagi eru gríðarstór verkefni framundan og það er bjargföst trú mín að Framsóknarflokkurinn geti gengt lykilhlutverki við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þar er ég tilbúinn að ljá mína krafta.
Í öðru lagi hafa ýmsir einstaklingar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram. Þær hvatningar réðu ekki úrslitum en höfðu vissulega áhrif.
Ég mun kynna mig og helstu baráttumál betur á næstu dögum.
Ég hef um nokkurt skeið tekið undir róttækar hugmyndir um að þjóðin kjósi sér stjórnlagaþing sem endurskoði núverandi stjórnarskrá og leggi tillögu að nýju Íslandi í dóm þjóðarinnar í formi tillögu að nýrri stjórnarskrá og stjórnskipan.
Þessi tillaga var samþykkt á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins.
Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég hef unnið að innan Framsóknarflokksins og vil gjarnan fylgja eftir á þeim spennandi tímum sem framundan eru.
Ferlilsskrá Halls Magnússon er að finna hér
![]() |
Hlé gert til að ræða málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Framsókn vinnur að hag þjóðarinnar, VG og Samfylkingar!
31.1.2009 | 07:52
Mikið skil ég vel að stuðningsmenn VG og Samfylkingar hafi orðið fyrir vonbrigðum með að ekki var hægt að ganga frá myndun minnihlutastjórnar í gær. Ég hefði verið það því ég vil yfirleitt klára hlutina strax þegar meginlínur eru skýrar.
En ég held þegar upp verði staðið geti allir verið sáttir og í raun ánægðir með að ný minnihlutastjórn og flokkurinn sem hyggst verja þá stjórn falli skuli hafa gefið sér örlítin tíma til þess að ganga betur frá lausum endum.
Mér finnst leiðinlegt að ganga frá lausum endum, en hef lært það gegnum tíðina að það er nauðsynlegt svo góður árangur náist. Annars er hætta á því að þeir flækist fyrir, hægi á ferðinni sérstaklega ef stigið er á þá og dragi verulega úr árangrinum.
VG og Samfylking verða einnig að læra slíkt, þótt það sé ekki skemmtilegt þegar óþreyjan er svona mikil. Ekki hvað sísta að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu!
Ég held að Morgunblaðið af öllum hafi einmitt hitt naglan á höfuðið í leiðara sínum í dag:
"Framsóknarmenn hafa sett óvænt strik í reikninginn í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þegar betur er að gáð er hins vegar heilmikið vit í nálgun Framsóknarflokksins, Akkilesarhæll fráfarandi ríkisstjórnar var að almenningur áttaði seig ekki hvert stefndi og hvernig markinu skyldi ná...
...Ný ríkisstjórn þarf að vinda sér með hraði í verkefni á borð við að koma á virku bankakerfi, sem getur tekið á vanda bæði einstaklinga og fyrirtækja, og ýmislegt fleira, sem þolir ekki bið. Annars er hætt við að fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir þannig að sjáist hvort um er að ræða "raunhæfar leiðir" að settum markmiðum...
...Kröfur Framsóknarflokksins eru því uppbyggilegar og í anda krafna, sem komið hafa fram á mótmæla- og borgarafundum um aukið gagnsæi í íslensku þjóðfélagi..."
Þetta er kjarni málsins.
Ég tek ofan fyrir formanni Framsóknarflokksins fyrir að hafa staðið í fæturna hvað þetta verðar þótt það kunni mögulega að skaða flokkinn hjá ákveðnum hópi kjósenda sem er óþreyjufullur að gagna frá nýrri ríkisstjórn. Formaðurinn hugsaði fyrst um hag þjóðarinnar, þá hag ríkisstjórnarinnar og síðast hag eigin flokks með því að verða sá sem sagði við þá óþolinmóðu eitthvað á þennan hátt:
"Hinkrið aðeins við, við skulum fyrst hnýta lausu endana svo þeir flækist ekki fyrir okkur á leiðinni!"
VG og Samfylkingin ættu því frekar að þakka Framsóknarflokknum en að lasta hann. Framsóknarflokkurinn er nefnilega að styrkja minnihlutastjórnina en ekki veikja hana.
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)