Gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu

Það var gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu í kvöldfréttum. Það var enn baráttuandi í henni. Það vita allir að ég er ekki hrifinn af frammistöðuleysi ríkisstjórnarinnar - en það yrði afar slæmt ef Ingibjörg Sólrún verði ekki við stjórnvölinn hjá Samfylkingunni næstu vikurnar.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum?

Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum á landsfundi? Það er ljóst að Geir Haarde er pólitískt búinn. Sjálfstæðisflokkurinn illa laskaður.

Samfylkingin í lífróðri. Ef Ingibjörg Sólrún hættir er alvarleg forystukrísa þar. Treysti mér ekki til að spá um hver tekur getið til.  Enginns terkur en margir veikir smákóngar.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn trúir Geir. Bjarni Ben og Hanna Birna taka við flokknum!

Það getur vel verið að það sé rétt hjá Geir Haarde að enginn af nýju bönkunum séu að falla. Vandamálið er að það trúir enginn Geir Haarde lengur.

Spái því að Bjarni Ben verði kjörinn formaður og Hannar Birna varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Að vísu gæti Guðlaugur Þór ruglað dæmið. Geir Haarde og líklega Þorgerður Katrín eru búin í pólitík.


mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti."

"Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum í efnahagsmálum.  Fall krónunnar, hrun bankanna og gríðarleg skuldsetning vegur að undirstöðum þjóðarbúsins. Staða atvinnulífsins og þorra heimila í landinu er ógnvænleg.

Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti.

Við þessar aðstæður er brýnt að brugðist verði við með ábyrgum, en jafnframt afgerandi hætti. Þörf er á metnaðarfullri aðgerðaáætlun þar sem tekið er á bráðavanda heimilanna og atvinnulífsins, jafnframt því sem slík aðgerðaáætlun verður að varða leið til lengri tíma.

Núverandi ríkisstjórn hefur enn sem komið er brugðist í þeim efnum. Hún er ráðalaus og ósamstíga. Alþingi er vanmáttugt. Ægivald framkvæmdavaldsins yfir löggjafanum hefur opinberast sem aldrei fyrr. Breytinga er þörf.

Því hefur Framsóknarflokkurinn ályktað að samhliða næstu alþingiskosningum verði stjórnarskrá Íslands breytt þannig að kosið verði til stjórnlagaþings í kjölfar þeirra.

Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta.
Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins. Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant. Úr því verður að bæta.

Ábyrgð núverandi ríkisstjórnar á því ástandi sem hér ríkir í dag er afgerandi. Allt frá upphafi daufheyrðist hún við þeim viðvörunum sem bárust. Eftir því sem hættan jókst, varð afneitun vandans meiri. Öll rök hníga að því að á fyrstu dögum bankahrunsins hafi ákvarðanir og aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennst af röðum mistaka. Mistök sem eru að reynast þjóðinni dýrkeyptari en nokkur gat séð fyrir. Að sama skapi brást Seðlabanki Íslands í sínum aðgerðum og ráðgjöf um viðbrögð við þeirri lausafjárkreppu á alþjóðamörkuðum sem hófst sumarið 2007, og þá sérstaklega síðastliðið haust þegar endurfjármögnunarvandi íslensku bankanna varð ljós. Seðlabanki Íslands verður að njóta óumdeilanlegs trausts og því verður að breyta lagaramma, formgerð og stýringu bankans, sérstaklega peninga- og vaxtastefnu hans..."

Textinn hér að ofan er upphaf stjórnmálaályktunar flokksþings Framsóknarflokksins.

Þessi greining á ástandinu er rétt. Bendi á að þarna viðurkennir Framsóknarflokkurinn sinn hlut ábyrgðarinnar vegna efnahagsástandsins og bankahrunsins.

Framsóknarmenn öxluðu ábyrgð og kusu sér algerlega nýja forystu - eins og ég hafði reyndar krafist strax í byrjun nóvember í blogginu Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Nú er Framsókn nýrra tíma mætt til leiks og hefur boðið VG og vinstri grænum að verja bráðabirgðastjórn þeirra vantrausti,  á meðan alþingiskosningar verða undirbúnar.


Þetta er háð því að kosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.

Í því felist meðal annars að mörkuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.

Jafnframt verði komið á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Þjóðin þarfnast Framsóknarflokksins í Framsókn nýrra tíma!


mbl.is ASÍ vill nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband