Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu
19.1.2009 | 16:00
Samfylking og Sjáflstæðisflokkur eru nú komin í sjálfheldu eftir að Framsóknarflokkurinn gerði upp við fortíðina og hóf vegferð inn í framtíðina með því að kjósa nýja, unga forystu á glæsilegu flokksþingi.
Forysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa nú afhjúpuð í sviðsljósi eigin efnahags- og stjórnunarmistaka á meðan nýr formaður og forysta Framsóknarflokksins er farinn að leiða endurreisn Íslands nýrra tíma í hugum almennings.
Sjálfhelda Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks felst í því að forysta flokkanna er ónýt, en geta þeirra til endurnýjunnar er nánast engin.
Varaformanni Samfylkingarinnar er ekki treyst þannig að formaðurinn getur ekki stigið til hliðar fyrr en á flokksþingi, flokksþingi þar sem smákóngar Samfylkingarinnar munu berjast af mikilli hörku og lítil hætta á eindrægni og samstöðu. Þvert á móti logar samfylkingin og hver höndin upp á móti annarri.
Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins er farinn að minna á aldna, líflausu leiðtoga Sovétríkjanna sem veifuðu veiklulega og ótrúverðugt af þaki grafhýsi Leníns þegar skipulegar en líflausar göngur hermanna og kommúnistaæsku gengu fram hjá.
Þannig mun það væntanlega verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sýning fyrir fjölmiðla þar sem líflaus formaður sem er pólitískt dauður veifar með daufu brosi til flokksmanna sinna sem vita í hjarta sínu að veldistími formannsins er búinn. Það vantar hins vegar algerlega arftakan, en vongóðir kommisarar hnykkja vöðvana og bíða óþreyfjufullir eftir því að "leiðtoginn" gefi upp öndina pólitískt.
Á meðan gengur unga fólkið í Framsóknarflokknum traustum fótum út úr vetrarkulda núverandi ríkisstjórnar og inn í framtíðina - inn í Framsóknarvorið sem þjóðin býður eftir!
![]() |
Vill færa flokkinn frá hægri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og Framsókn!
19.1.2009 | 00:37
"Efnahagshrunið, óðaverðbólgan, gengisþróunin, atvinnuleysið og markaðs-hrunið er að koma mjög hart niður á þeim sem síst skyldi og minnsta ábyrgð bera, þ.e.a.s. heimilunum í landinu, segir í yfirlýsingu frá stofnfundi Hagsmunasamtaka heimilanna"
Lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og ung Framsókn nýrra tíma sem Framsóknarmenn kusu með hjartanu og gerðu þannig upp við möguleg mistök fortíðar.
Það vita það allir sem vilja vita að það er fyrst og fremst aðgerðarleysi og klúður núverandi staðnaðar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem sett hafa okkur í þjóðargjaldþrot, þótt gamla Framsókn eigi þar einhverja sök fyrir mistök í lagaumhverfi íslenskra fjármálastofnanna.
Framsókn hefur gert upp fortíðina og gefið tóninn með nýja, unga og öfluga forystu á sama tíma og aðrir flokkar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir hanga enn með gamla liðið og standa getulaus frammi fyrir þjóðinni.
Það þarf ferska Framsókn til að bjarga þjóðinni.
Já, lausnin og svarið er Sigmundur Davíð og ung Framsókn nýrra tíma sem Framsóknarmenn kusu með hjartanu og gerðu þannig upp við möguleg mistök fortíðar.
Inntökubeiðni í Framsókn nýrra tíma
![]() |
Heimili að verða gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |