Sterk Framsóknar nýrra tíma
17.1.2009 | 09:48
Styrkur Framsóknar nýrra tíma hefur komið mörgum á óvart eins. Finn að það fer um andstæðinga Framsóknarflokksins. Eðlilega. Þeir sjá og finna vatnaskilin fyrir flokkinn sem er að rísa aftur sem öflugt og ráðandi stjórnmálaafl eftir erfiða tíma.
Samheldni Framsóknarmanna sem samþykktu að gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þar sem innan við 20 þingfulltrúar af rúmlega 900 greiddu atkvæði á móti - sem þýðir að yfir 97% þingfulltrúa ganga ekki gegn viðræðum - sýna þennan styrk.
Það er gaman að vera þátttakandi í ört stækkandi fjöldahreyfingu sem er að stykjast svo hressilega sem raun ber vitni!
![]() |
Framsóknarmenn ræða málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innan við 20 greiddu atkvæði gegn aðildarviðræðum að ESB
17.1.2009 | 00:29
Innan við 20 Framsóknarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu um að Íslendingar eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið þegar tillagan var borin upp í heild sinni á 900 manna flokksþingi Framsóknarflokksins. Niðurstaðan er því skýr og afdráttarlaus.
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |