Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar
12.1.2009 | 11:18
Íslenska þjóðin á að kjósa sér stjórnlagaþing sem endurskoði stjórnarskránna og geri tillögu um stjórnskipan framtíðarinnar. Tillögu sem síðan verði lögð fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á stjórnlagaþinginu sitji ekki alþingismenn né ráðherrar - heldur fulltrúar sem kjörnir eru beint af íslensku þjóðinni.
Hugmyndin um þjóðkjörið stjórnlagaþing hefur lengi verið til umræðu í "gufuklúbbnum" mínum og löngu ljóst meðal þeirra sem þar sitja að brýn þörf sé á slíkri stjórnlagaþingsvinnu á þingi sem sæki umboð sitt beint til þjóðarinnar.
Þá er jafn ljóst að stjórnarskránna þarf að endurskoða.
Sú endurskoðun þarf að klárast og tillaga lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagan sýnir að endurskoðun stjórnarskrárinnar á vegum Alþingis gengur ekki upp. Þar næst sjaldan heildstæð niðurstaða um tillögu vegna flokkspólitískra hagsmuna. Því er ástæða til þess að kjósa sérstakt stjórnlagaþing til að sjá um verkið, enda miklu eðlilegra að þjóðin velji sér beint fulltrúa til að sjá um endurskoðun stjórnarskrár og leggja línurnar fyrir stjórnskipan framtíðar.
Það hefur verið þörf á slíkri endurskoðun um nokkurt skeið.
En núverandi ástand, þar sem orðið hefur kerfishrun, ráðherraræði ríkisstjórnar náð nýjum víddum og niðurlæging Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu aldrei verið meiri, þá er stjórnlagaþing kosið beint af þjóðinni orðið algjör nauðsyn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Norskir Framsóknarmenn vilja Ísland utan ESB
12.1.2009 | 07:46
Norskir Framsóknarmenn vilja Ísland utan Evrópusambandsins og hafa nokkrir vinir okkar í norska Miðflokknum skellt sér yfir Atlantsála til að hvetja Framsóknarmenn að hafna aðild að ESB á komandi flokksþingi.
Ég á marga vini í norska Miðflokknum. Þeir hafa margt gott lagt til málanna, en ég held ég verði að vera þeim ósammála í þessari baráttu. Að sjálfsögðu á að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með skýr og klár markmið. Þegar niðurstaða liggur fyrir getum við - íslenska þjóðin - tekið afstöðu líkt og sú norska hefur gert í tvígang.
Og að sjálfsögðu er farsælat að Framsóknarmenn leiði slíkar viðræður!
![]() |
Sagðir beita sér gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |